Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?

ÞV

Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum.

Ef maður braut af sér var hann yfirleitt dæmdur annaðhvort til fébóta gagnvart þolandanum eða til skóggangs sem svo var kallað, það er að segja til útlegðar úr samfélaginu, til dæmis með því að fara af landi brott. Jafnframt var hann þá réttdræpur ef hann hélt sig ekki í útlegð og fannst einhvers staðar þar sem hann átti ekki að vera samkvæmt dómnum.


Opinberar aftökur tíðkuðust ekki á víkingatímanum.

Í reynd leiddi þetta oft til þess sem kallað er blóðhefnd. Ef A drap B var A oft dæmdur bæði til fébóta og útlegðar. En síðan gátu ættingjar B farið að leita hans og síðan drepið hann. Síðan gátu ættingjar A aftur farið að hefna hans og þannig koll af kolli eins og við getum lesið um í mörgum Íslendingasögum, til dæmis Njáls sögu.

Opinberar aftökur á vegum samfélagsins tíðkuðust ekki á þessum tíma; til þess skorti framkvæmdavaldið. Þegar menn voru vegnir í hefndarskyni var einfaldlega beitt þeim aðferðum og vopnum sem best hentuðu hverju sinni, sverðum, spjótum, eldi og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.5.2004

Spyrjandi

Bjarni Davíð Hjaltason

Tilvísun

ÞV. „Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4275.

ÞV. (2004, 25. maí). Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4275

ÞV. „Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4275>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þegar einhver drap einhvern á víkingatímanum var hann síðan oftast líflátinn. Hvernig var það gert?
Það sem við köllum ríkisvald var ekki sterkt á víkingaöld, til dæmis hér á Íslandi. Alþingi fór með löggjafarvald og einnig með dómsvald ásamt héraðsþingum. Valdið sem ríkisstjórnin fer með hér hjá okkur ásamt mörgum stofnunum ríkisins í umboði hennar nefnist framkvæmdavald og það var nánast ekki til hjá víkingum.

Ef maður braut af sér var hann yfirleitt dæmdur annaðhvort til fébóta gagnvart þolandanum eða til skóggangs sem svo var kallað, það er að segja til útlegðar úr samfélaginu, til dæmis með því að fara af landi brott. Jafnframt var hann þá réttdræpur ef hann hélt sig ekki í útlegð og fannst einhvers staðar þar sem hann átti ekki að vera samkvæmt dómnum.


Opinberar aftökur tíðkuðust ekki á víkingatímanum.

Í reynd leiddi þetta oft til þess sem kallað er blóðhefnd. Ef A drap B var A oft dæmdur bæði til fébóta og útlegðar. En síðan gátu ættingjar B farið að leita hans og síðan drepið hann. Síðan gátu ættingjar A aftur farið að hefna hans og þannig koll af kolli eins og við getum lesið um í mörgum Íslendingasögum, til dæmis Njáls sögu.

Opinberar aftökur á vegum samfélagsins tíðkuðust ekki á þessum tíma; til þess skorti framkvæmdavaldið. Þegar menn voru vegnir í hefndarskyni var einfaldlega beitt þeim aðferðum og vopnum sem best hentuðu hverju sinni, sverðum, spjótum, eldi og svo framvegis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...