Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?

Unnar Árnason

Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu.

Sverrir Jakobsson sagnfræðingur hefur skilgreint hugtakið víkingur ítarlega í svari við spurningunni Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum? Þar segir hann meðal annars:
Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). [...] Á seinni öldum hefur orðið fengið útbreiðslu í öðrum tungumálum (svo sem ensku) sem samheiti yfir norræna menn á tilteknum tíma sem kallaður hefur verið víkingatími eða víkingaöld, um 800-1050.

Íslenskir sagnfræðingar nota orðið „víkingur“ í fornri merkingu orðsins en hún er einnig aðalmerking hugtaksins í nútímaíslensku. Íslensk orðabók segir um orðið „víkingur“: „norrænn sæfari sem stundaði kaupskap, sjórán og strandhögg á víkingaöld.“ Eins og eðlilegt er í íslenskum texta byggist stutta svarið hér á undan á þessum skilningi á orðinu.

Erlendir fræðimenn nýta sér gjarnan víkingahugtakið í titlum á bókum sínum, kannski til að vekja athygli kaupandans, en gera síðan á hinn bóginn skýran greinarmun á sjóræningjunum og hinum friðsamari Norðurlandabúum í skrifum sínum.



Frá „Víkingahátíð“ í Hafnarfirði.

Víkingar í íslensku merkingunni voru ekki þjóð í venjulegum skilningi eða afmarkað samfélag heldur fremur sérstök stétt norrænna manna. Þeir vöktu ótta vegna ránsferða sem óneitanlega voru margar grimmilegar - oft ýktu þó kristnir sagnaritarar grimmd hinna heiðnu ræningja. Sjófærni víkinga, vopn og vopnaburður vöktu líka aðdáun. Víkingar voru fyrst og fremst ræningjar og fórnarlömb þeirra bjuggust ekki við neinum góðverkum af þeirra hálfu frekar en frá öðrum ræningjum í sögunni (hinn þjóðsagnakenndi Hrói höttur að sjálfsögðu undanskilinn og sennilega Fjalla-Eyvindur líka). Auk þess að stela öllum verðmætum, námu þeir oft fólk á brott í þrældóm.

Árabilið 800-1050 er oft nefnt „víkingaöld“ eða „víkingatími“. Sumir teygja þó tímamörkin lengra fram í söguna og samfélagshættir víkingaaldar lifðu lengur á afmörkuðum stöðum, til dæmis á Orkneyjum samkvæmt Orkneyinga sögu. Á þessum rúmum tveimur öldum stunduðu norrænir menn þó margt fleira en rán og rupl. Þeir námu lönd þar sem lítil eða engin byggð var fyrir og reyndu að koma á fót sjálfbærum samfélögum þar sem landbúnaður, veiðar og verslun voru undirstöðurnar. Það tókst ekki alls staðar, svo sem í Norður-Ameríku, og á Grænlandi stóð norræn byggð aðeins í nokkrar aldir. Þetta heppnaðist hins vegar dável í Færeyjum, á Íslandi og víðar. Á svæðum sem norrænir menn lögðu tímabundið undir sig, til dæmis á Bretlandseyjum og í Normandíhéraði í Frakklandi, höfðu þeir mikil áhrif á menningu, tungumál og samfélagsgerð. Sjófærnin, sem gjarnan er kennd við víkinga, nýttist vel við landnám, veiðar og verslun.

Hollusta norrænna manna var ekki við þjóð eða föðurland, enda slík hugtök vart til þá á Norðurlöndum, samfélögin stéttskipt mjög og meðal annars mótuð af þrælahaldi. En verslun blómgaðist og norrænir menn höfðu viðskiptatengsl allt frá Grænlandi til Rússlands og Miklagarðs (Istanbúl). Landbúnaður stóð með miklum blóma en það leiddi meðal annars til útrásar og landnáms norrænna manna vegna landskorts. Friðsamleg samskipti voru því reglan en ekki undantekningin þótt Íslendingasögurnar beini athyglinni yfirleitt að meira krassandi hlutum. Engin ástæða er því til að ætla annað en að norrænir menn hafi verið góðhjartaðir á við aðra menn, meðan þeir voru látnir í friði.



Ritmál víkingaaldar, rúnaletrið. Á steinunum má lesa:„...„usti“ ok Gunnarr ... steina þessa eptir ... [ok] ...bjôrn, félaga sín[a]. Þeir drengjar váru v[íða] [ón]eisir* í víkingu.“
* óneisir = frægir

Athyglisvert er að velta fyrir sér hvernig við Íslendingar höfum litið á víkingana, ekki síst út frá Íslendingasögunum. Þær hefjast oft á atburðum fyrir landnám Íslands og segja frá víkingaferðum þangað til aðalsöguhetjurnar nema hér land. Í Egils sögu halda þeir bræður Kveld-Úlfur og Þórólfur iðulega í víking frá Noregi áður en sagan berst til Íslands með Skalla-Grími, syni Kveld-Úlfs. Þegar sögurnar segja frá afkomendum landnámsmanna, er tónninn oftast annar. Af frægustu köppum Íslendingasagnanna er Egill Skalla-Grímsson sá eini sem fer í raunverulega víkingu. Aðrar hetjur fara að sjálfsögðu til annarra landa í eins konar manndómsvígsluför, en berjast yfirleitt gegn ræningjum. Ólafur pá Höskuldsson í Laxdælu, Gunnar Hámundarson í Brennu-Njáls sögu, Grettir Ásmundarson í eigin sögu og Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðra sögu berja allir á víkingum, sumir í liði með konungum eða höfðingjum sem eru að verjast yfirgangi þeirra. Ekki er minnst á víkinga í Gísla sögu Súrssonar og Leifur heppni, eitt helsta stolt okkar út á við, var friðsamur kristniboði.

Upphaf Hallfreðar sögu vandræðaskálds segir frá grimmdarverkum víkingsins Sokka, fjöldamorðum og ránum flokks hans. Sokki hlýtur að lokum makleg málagjöld. Eru þar að verki faðir og föðurbróðir Hallfreðar og nema þeir síðan land á Íslandi.

Af ofangreindu má sjá að höfundar Íslendingasagna hneigjast til að greina Íslendinga frá víkingum. Svipað viðhorf til víkinga má finna í Landnámabók, eins og lesa má í 98. kafla (Sturlubókar) um undantekninguna sem sannar regluna, „góðhjartaðan“ víking:
Ölvir barnakarl hét maður ágætur í Noregi; hann var víkingur mikill. Hann lét eigi henda börn á spjótaoddum, sem þá var víkingum títt; því var hann barnakarl kallaður.
Einn versti atburður sem hent hefur þjóðina er Tyrkjaránið svonefnda, þegar alsírskir sjóræningjar námu á brott yfir 300 manns og drápu rúmlega 40 árið 1627. Þjóðsaga af prestinum og galdramanninum Eiríki Magnússyni (1638-1716), segir frá því þegar Eiríkur kemur sjóræningjum fyrir kattarnef:
Einu sinni kom ræningjaskip að landi fyrir ofan fjall. Ræntu víkingar fólki og fé, bæði um Grindavík og annarstaðar. Komu fimmtán víkingar vopnaðir í Selvog. Gjörðist fólk mjög felmtsfullt.

Séra Eiríkur kvað bezt að ganga til kirkju, hvað sem svo ætti yfir að ganga. Hlýddu allir ráðum hans því þetta var á helgum degi.

Þegar prestur hafði lokið embætti undraði alla að víkingar voru ekki komnir, og fóru að litast um. Fundust þá víkingar á hól nokkrum skammt frá og voru þeir allir dauðir. Höfðu þeir orðið ósáttir og drepizt á sjálfir. Heitir hóllinn síðan Ræningjahóll.

Um kvöldið gjörði ofviðri svo skip víkinga rak til hafs og kom þar síðan aldrei að landi.

Á þessum tíma hefur víkingur verið samheiti fyrir ógnvænlega ræningja en nú til dags virðist sem hugtakið sé notað í allt annarri merkingu. Hér á landi eru reglulega haldnar víkingahátíðir og lengi vel stóð til að byggja „landnámsþorp“ í Njarðvík þar sem „víkingaskipið“ Íslendingur á að vera aðal sýningargripurinn, þrátt fyrir þá staðreynd að ekki hafi myndast nokkurt þéttbýli að ráði á Íslandi fyrr en á 17. öld, eins og lesa má í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík? Nú hefur hugmyndinni um „landnámsþorp“ verið breytt og í staðinn á að rísa „víkingaheimur“ í Njarðvík.

Hér liggja fjárhagslegir hagsmunir að baki, hin markaðssinnaða heimsvæðing hefur komið víkingum í tísku. Þeir eru nokkurs konar ímynd nútímakaupsýslumanna, víðförlir, fljótir í förum og kappsamir. Auðvitað vekja hátíðir og söfn athygli á fleiri og friðsamlegri hliðum á samfélagi norrænna manna á víkingaöld og orðið „víkingur“ hefur líka jákvæða merkingu í íslensku máli: „dugnaðarmaður, maður sem afkastar miklu“ (Íslensk orðabók) - svo ekki sé minnst á íþróttafélögin tvö. En ber okkur Íslendingum ekki að varast að samsama okkur um of ræningjum og ofbeldismönnum með því kenna hátíðir, söfn og kraftakarla við víkinga? Kannski málar höfundur hér skrattann á vegginn en sennilega mundum við ekki kunna því vel að Alsírsbúar hreyktu sér af Tyrkjaráninu? Það voru ekki víkingar sem sigldu til Norður-Ameríku heldur fólk í leit að landi til að hefja búskap og stofna siðað samfélag.

Aðrar heimildir og lesefni:
  • Peter Foote og David M. Wilson, The Viking Achievement: The society and culture of early medieval Scandinavia, Sidgwick & Jackson, London 1980.
  • James Graham-Campbell, The Viking World, Frances Lincoln, London 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Íslensk orðabók, 3. útg., ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Leó M. Jónsson, Og nú skal Íslandssagan lúta lögmálum markaðarins! af heimasíðu Leós, www.leoemm.com. Þar má lesa skemmtilega gagnrýni á markaðsvæðingu víkingahugtaksins.
  • Netútgáfan - á vefsetri hennar nálgast allar Íslendingasögur, þeirra á meðal þær sem hér eru nefndar, auk Landnámabókar. Þar er að auki að finna þjóðsöguna um séra Eirík Magnússon sem vitnað er í, Eiríkur og víkingarnir.
  • Else Roesdahl, The Vikings, þýð. Susan M. Margeson og Kirsten Williams, Penguin Books, London 1992. Upprunalega gefin út undir titlinum Vikingernes Verden af Gyldendal, Kaupmannahöfn 1987.
Myndir (að ofan):

Á vefsíðu Þorsteins Vilhjálmssonar, ritstjóra Vísindavefsins, Nokkrar ritsmíðar, er að finna áhugaverðar greinar um vísindi og tækni norrænna manna á víkingatímanum.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér efni um víkinga og norræna menn hér á Vísindavefnum (sem nálgast má með því að smella á efnisorðin í svarinu) og annars staðar, til dæmis á heimasíðu Netútgáfunnar. Lesendum er einnig velkomið að ræða skoðun höfundar með því að senda honum póst.

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

9.9.2003

Síðast uppfært

11.7.2017

Spyrjandi

Rögnvaldur Þorbjarnarson, f. 1992

Tilvísun

Unnar Árnason. „Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?“ Vísindavefurinn, 9. september 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3720.

Unnar Árnason. (2003, 9. september). Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3720

Unnar Árnason. „Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3720>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru víkingar einhvern tímann góðhjartaðir?
Í sem stystu máli mætti segja að svarið væri nei, víkingar voru ekki góðhjartaðir. En eins og oft vill verða með svona spurningar er svarið að verulegu leyti fólgið í merkingu orðanna, hér merkingu orðsins víkingur. Því þarf að útskýra ýmislegt áður en komist er að þessari niðurstöðu.

Sverrir Jakobsson sagnfræðingur hefur skilgreint hugtakið víkingur ítarlega í svari við spurningunni Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum? Þar segir hann meðal annars:
Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). [...] Á seinni öldum hefur orðið fengið útbreiðslu í öðrum tungumálum (svo sem ensku) sem samheiti yfir norræna menn á tilteknum tíma sem kallaður hefur verið víkingatími eða víkingaöld, um 800-1050.

Íslenskir sagnfræðingar nota orðið „víkingur“ í fornri merkingu orðsins en hún er einnig aðalmerking hugtaksins í nútímaíslensku. Íslensk orðabók segir um orðið „víkingur“: „norrænn sæfari sem stundaði kaupskap, sjórán og strandhögg á víkingaöld.“ Eins og eðlilegt er í íslenskum texta byggist stutta svarið hér á undan á þessum skilningi á orðinu.

Erlendir fræðimenn nýta sér gjarnan víkingahugtakið í titlum á bókum sínum, kannski til að vekja athygli kaupandans, en gera síðan á hinn bóginn skýran greinarmun á sjóræningjunum og hinum friðsamari Norðurlandabúum í skrifum sínum.



Frá „Víkingahátíð“ í Hafnarfirði.

Víkingar í íslensku merkingunni voru ekki þjóð í venjulegum skilningi eða afmarkað samfélag heldur fremur sérstök stétt norrænna manna. Þeir vöktu ótta vegna ránsferða sem óneitanlega voru margar grimmilegar - oft ýktu þó kristnir sagnaritarar grimmd hinna heiðnu ræningja. Sjófærni víkinga, vopn og vopnaburður vöktu líka aðdáun. Víkingar voru fyrst og fremst ræningjar og fórnarlömb þeirra bjuggust ekki við neinum góðverkum af þeirra hálfu frekar en frá öðrum ræningjum í sögunni (hinn þjóðsagnakenndi Hrói höttur að sjálfsögðu undanskilinn og sennilega Fjalla-Eyvindur líka). Auk þess að stela öllum verðmætum, námu þeir oft fólk á brott í þrældóm.

Árabilið 800-1050 er oft nefnt „víkingaöld“ eða „víkingatími“. Sumir teygja þó tímamörkin lengra fram í söguna og samfélagshættir víkingaaldar lifðu lengur á afmörkuðum stöðum, til dæmis á Orkneyjum samkvæmt Orkneyinga sögu. Á þessum rúmum tveimur öldum stunduðu norrænir menn þó margt fleira en rán og rupl. Þeir námu lönd þar sem lítil eða engin byggð var fyrir og reyndu að koma á fót sjálfbærum samfélögum þar sem landbúnaður, veiðar og verslun voru undirstöðurnar. Það tókst ekki alls staðar, svo sem í Norður-Ameríku, og á Grænlandi stóð norræn byggð aðeins í nokkrar aldir. Þetta heppnaðist hins vegar dável í Færeyjum, á Íslandi og víðar. Á svæðum sem norrænir menn lögðu tímabundið undir sig, til dæmis á Bretlandseyjum og í Normandíhéraði í Frakklandi, höfðu þeir mikil áhrif á menningu, tungumál og samfélagsgerð. Sjófærnin, sem gjarnan er kennd við víkinga, nýttist vel við landnám, veiðar og verslun.

Hollusta norrænna manna var ekki við þjóð eða föðurland, enda slík hugtök vart til þá á Norðurlöndum, samfélögin stéttskipt mjög og meðal annars mótuð af þrælahaldi. En verslun blómgaðist og norrænir menn höfðu viðskiptatengsl allt frá Grænlandi til Rússlands og Miklagarðs (Istanbúl). Landbúnaður stóð með miklum blóma en það leiddi meðal annars til útrásar og landnáms norrænna manna vegna landskorts. Friðsamleg samskipti voru því reglan en ekki undantekningin þótt Íslendingasögurnar beini athyglinni yfirleitt að meira krassandi hlutum. Engin ástæða er því til að ætla annað en að norrænir menn hafi verið góðhjartaðir á við aðra menn, meðan þeir voru látnir í friði.



Ritmál víkingaaldar, rúnaletrið. Á steinunum má lesa:„...„usti“ ok Gunnarr ... steina þessa eptir ... [ok] ...bjôrn, félaga sín[a]. Þeir drengjar váru v[íða] [ón]eisir* í víkingu.“
* óneisir = frægir

Athyglisvert er að velta fyrir sér hvernig við Íslendingar höfum litið á víkingana, ekki síst út frá Íslendingasögunum. Þær hefjast oft á atburðum fyrir landnám Íslands og segja frá víkingaferðum þangað til aðalsöguhetjurnar nema hér land. Í Egils sögu halda þeir bræður Kveld-Úlfur og Þórólfur iðulega í víking frá Noregi áður en sagan berst til Íslands með Skalla-Grími, syni Kveld-Úlfs. Þegar sögurnar segja frá afkomendum landnámsmanna, er tónninn oftast annar. Af frægustu köppum Íslendingasagnanna er Egill Skalla-Grímsson sá eini sem fer í raunverulega víkingu. Aðrar hetjur fara að sjálfsögðu til annarra landa í eins konar manndómsvígsluför, en berjast yfirleitt gegn ræningjum. Ólafur pá Höskuldsson í Laxdælu, Gunnar Hámundarson í Brennu-Njáls sögu, Grettir Ásmundarson í eigin sögu og Þorgeir Hávarsson í Fóstbræðra sögu berja allir á víkingum, sumir í liði með konungum eða höfðingjum sem eru að verjast yfirgangi þeirra. Ekki er minnst á víkinga í Gísla sögu Súrssonar og Leifur heppni, eitt helsta stolt okkar út á við, var friðsamur kristniboði.

Upphaf Hallfreðar sögu vandræðaskálds segir frá grimmdarverkum víkingsins Sokka, fjöldamorðum og ránum flokks hans. Sokki hlýtur að lokum makleg málagjöld. Eru þar að verki faðir og föðurbróðir Hallfreðar og nema þeir síðan land á Íslandi.

Af ofangreindu má sjá að höfundar Íslendingasagna hneigjast til að greina Íslendinga frá víkingum. Svipað viðhorf til víkinga má finna í Landnámabók, eins og lesa má í 98. kafla (Sturlubókar) um undantekninguna sem sannar regluna, „góðhjartaðan“ víking:
Ölvir barnakarl hét maður ágætur í Noregi; hann var víkingur mikill. Hann lét eigi henda börn á spjótaoddum, sem þá var víkingum títt; því var hann barnakarl kallaður.
Einn versti atburður sem hent hefur þjóðina er Tyrkjaránið svonefnda, þegar alsírskir sjóræningjar námu á brott yfir 300 manns og drápu rúmlega 40 árið 1627. Þjóðsaga af prestinum og galdramanninum Eiríki Magnússyni (1638-1716), segir frá því þegar Eiríkur kemur sjóræningjum fyrir kattarnef:
Einu sinni kom ræningjaskip að landi fyrir ofan fjall. Ræntu víkingar fólki og fé, bæði um Grindavík og annarstaðar. Komu fimmtán víkingar vopnaðir í Selvog. Gjörðist fólk mjög felmtsfullt.

Séra Eiríkur kvað bezt að ganga til kirkju, hvað sem svo ætti yfir að ganga. Hlýddu allir ráðum hans því þetta var á helgum degi.

Þegar prestur hafði lokið embætti undraði alla að víkingar voru ekki komnir, og fóru að litast um. Fundust þá víkingar á hól nokkrum skammt frá og voru þeir allir dauðir. Höfðu þeir orðið ósáttir og drepizt á sjálfir. Heitir hóllinn síðan Ræningjahóll.

Um kvöldið gjörði ofviðri svo skip víkinga rak til hafs og kom þar síðan aldrei að landi.

Á þessum tíma hefur víkingur verið samheiti fyrir ógnvænlega ræningja en nú til dags virðist sem hugtakið sé notað í allt annarri merkingu. Hér á landi eru reglulega haldnar víkingahátíðir og lengi vel stóð til að byggja „landnámsþorp“ í Njarðvík þar sem „víkingaskipið“ Íslendingur á að vera aðal sýningargripurinn, þrátt fyrir þá staðreynd að ekki hafi myndast nokkurt þéttbýli að ráði á Íslandi fyrr en á 17. öld, eins og lesa má í svari Gunnars Karlssonar við spurningunni Af hverju voru yfirvöld á Íslandi áður á móti borgarsamfélagi og Reykjavík? Nú hefur hugmyndinni um „landnámsþorp“ verið breytt og í staðinn á að rísa „víkingaheimur“ í Njarðvík.

Hér liggja fjárhagslegir hagsmunir að baki, hin markaðssinnaða heimsvæðing hefur komið víkingum í tísku. Þeir eru nokkurs konar ímynd nútímakaupsýslumanna, víðförlir, fljótir í förum og kappsamir. Auðvitað vekja hátíðir og söfn athygli á fleiri og friðsamlegri hliðum á samfélagi norrænna manna á víkingaöld og orðið „víkingur“ hefur líka jákvæða merkingu í íslensku máli: „dugnaðarmaður, maður sem afkastar miklu“ (Íslensk orðabók) - svo ekki sé minnst á íþróttafélögin tvö. En ber okkur Íslendingum ekki að varast að samsama okkur um of ræningjum og ofbeldismönnum með því kenna hátíðir, söfn og kraftakarla við víkinga? Kannski málar höfundur hér skrattann á vegginn en sennilega mundum við ekki kunna því vel að Alsírsbúar hreyktu sér af Tyrkjaráninu? Það voru ekki víkingar sem sigldu til Norður-Ameríku heldur fólk í leit að landi til að hefja búskap og stofna siðað samfélag.

Aðrar heimildir og lesefni:
  • Peter Foote og David M. Wilson, The Viking Achievement: The society and culture of early medieval Scandinavia, Sidgwick & Jackson, London 1980.
  • James Graham-Campbell, The Viking World, Frances Lincoln, London 1989.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Íslensk orðabók, 3. útg., ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Leó M. Jónsson, Og nú skal Íslandssagan lúta lögmálum markaðarins! af heimasíðu Leós, www.leoemm.com. Þar má lesa skemmtilega gagnrýni á markaðsvæðingu víkingahugtaksins.
  • Netútgáfan - á vefsetri hennar nálgast allar Íslendingasögur, þeirra á meðal þær sem hér eru nefndar, auk Landnámabókar. Þar er að auki að finna þjóðsöguna um séra Eirík Magnússon sem vitnað er í, Eiríkur og víkingarnir.
  • Else Roesdahl, The Vikings, þýð. Susan M. Margeson og Kirsten Williams, Penguin Books, London 1992. Upprunalega gefin út undir titlinum Vikingernes Verden af Gyldendal, Kaupmannahöfn 1987.
Myndir (að ofan):

Á vefsíðu Þorsteins Vilhjálmssonar, ritstjóra Vísindavefsins, Nokkrar ritsmíðar, er að finna áhugaverðar greinar um vísindi og tækni norrænna manna á víkingatímanum.

Lesendur eru hvattir til að kynna sér efni um víkinga og norræna menn hér á Vísindavefnum (sem nálgast má með því að smella á efnisorðin í svarinu) og annars staðar, til dæmis á heimasíðu Netútgáfunnar. Lesendum er einnig velkomið að ræða skoðun höfundar með því að senda honum póst....