Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 826 svör fundust
Hvað getið þið sagt mér um "earth overshoot day" og er hugtakið til á íslensku?
Dagurinn sem á ensku hefur verið kallaður „Earth Overshoot Day“ er oftast nefndur yfirdráttardagur jarðar á íslensku en einnig hefur verið vísað til hans sem yfirskotsdags eða dags þolmarka jarðarinnar. Yfirdráttardagurinn er sá dagur þegar afrakstur ársins er genginn til þurrðar, mannkynið er búið að nota jafn mi...
Hverjir eru tartarar og hvar eru þeir núna?
Tatarar, einnig kallaðir tartarar, eru hópur fólks sem talar tungumál af tyrkneska málastofninum, en til þessa stofns má telja um 30 tungumál. Á síðari hluta 20. aldar voru tatarar yfir 10 milljónir. Þeir búa flestir í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Úkraínu, Póllandi, Búlgaríu, Kína, Rúmeníu o...
Hvað er efnagreining?
Efnagreiningar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Þeim má skipta í tvo meginþætti, það er eigindlegar (e. qualitative) og megindlegar eða magnbundnar (e. quantitative) efnagreiningar. Efnagreingar eru mikilvægt svið innan efnafræðinnar. Hægt er að skipta efnagreiningum í annars vegar eigindlegar efnagrein...
Hvaða stjarna sést núna mjög björt á himninum?
Reikistjarnan Mars er bjarta, rauðgula stjarnan sem skín skærast á kvöldhimninum haustið 2020. Mars er að finna í austri skömmu eftir sólarlag, í suðri um miðnætti og í vestri á morgunhimninum fyrir sólarupprás. Þegar þetta er skrifað, í lok september 2020, er Mars þriðji skærasti himinhnötturinn á eftir Venusi...
Á hvaða hugmyndafræði byggir Bræðralag múslíma?
Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er íslömsk hreyfing sem stofnuð var í Egyptalandi árið 1928. Fjallað er nánar um tilurð hennar í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað? Hugmyndafræði Bræðralags múslíma byggist á íslömskum gildum. Kjarninn í íslam e...
Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan berast nýir smitsjúkdómar í menn og hvaðan komu heimsfaraldrar frá upphafi 20. aldar? Reglulega koma fram nýir smitsjúkdómar (e. emerging infectious diseases (EIDs)) sem menn hafa ekki áður þurft að kljást við. Um 75% af nýjum smitsjúkdómum eru svonefndar súnur (e. zoon...
Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?
Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...
Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?
Já, vatn hefur verið á Mars og það er þar enn þá. Frosið vatn er á báðum heimskautasvæðunum og er sífreri víða undir yfirborðinu. Ekki er vitað til þess að rennandi vatn sé á Mars. Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars þann 25. maí árið 2008 fann það merki um vatn undir yfirborðinu. Grafið var ofan í jarðveginn o...
Af hverju er grjótið á Mars rautt?
Mars er fjórða reikistjarnan frá sólu og sú næstminnsta. Þegar við skoðum Mars í sjónauka virðist hún vera rauðleit. Þessi rauði litur er tilkominn vegna járnoxíðs í berginu en járnoxíð kallast öðru nafni ryð. Meira má lesa um rauða lit reikistjörnunnar í svari Stjörnufræðivefsins við spurningunni: Hvers vegna er ...
Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?
Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. L...
Hvenær er líklegast að lóan komi til landsins?
Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er í hugum margra Íslendinga hinn eini sanni vorboði og telst það ætíð fréttnæmt þegar hún sést hér fyrst á vorin. Árið 2006, sáust fyrstu lóurnar þann 25. mars. Heiðlóa (Pluvialis apricaria). Yann Kolbeinsson líffræðingur hefur safnað í gagnagrunn ýmsu sem snýr að fuglum, með...
Hvað tekur langan tíma að ferðast frá jörðinni til Mars?
Fjarlægð jarðarinnar frá Mars er ekki alltaf sú sama þar sem reikistjörnur sólkerfisins ganga í sporbaug umhverfis sólina. Minnst getur fjarlægðin verið 56 milljón km en mest tæplega 400 milljón km. Það gefur þannig augaleið að ferðatími til Mars getur verið mjög breytilegur. Appollo 11 var fyrsti mannaði leiða...
Hvað er stærsti gígurinn á Mars stór?
Stærsti gígur á reikistjörnunni Mars nefnist Hellas-dældin. Hann er um 2000 km í þvermál og rúmlega 7 km djúpur. Gígurinn er því næstum helmingur af stærð Bandaríkjanna! Mesta dýpi gígsins er líklega níu km undir meðalhæð yfirborðsins og hann er því lægsti staður Mars. Gígurinn liggur á suðurhveli reikistjörnu...
Væri hægt að rækta kartöflur á Mars?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Væri hægt að rækta kartöflur á Mars eins og í myndinni The Martian? Þegar menn velta fyrir sér geimferðum kemur strax upp í hugann hvort og þá hvernig hægt sé að tryggja næga fæðu fyrir ferðalangana þegar á áfangastað er komið. Líklegt er talið að á næstu áratugum verði re...
Hvað forðar geimferju frá loftsteinum á leið inn í gufuhvolf jarðar?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvers vegna rekast geimför aldrei á aðskotahluti út í geimnum? Er hægt að forðast það? (Þorvaldur Hermannsson)Stafar jörðinni hætta af svokölluðu geimrusli, og ef svo er, er hægt að eyða því? (Trausti Salvar)Er það rétt að á sporbaug um jörðu þjóti skrúfur og annað dras...