Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?

Sæmundur Ragnarsson, Atli Einarsson og Jón Atli Tómasson

Já, vatn hefur verið á Mars og það er þar enn þá. Frosið vatn er á báðum heimskautasvæðunum og er sífreri víða undir yfirborðinu. Ekki er vitað til þess að rennandi vatn sé á Mars.

Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars þann 25. maí árið 2008 fann það merki um vatn undir yfirborðinu. Grafið var ofan í jarðveginn og þá kom í ljós hörð ljósleit fyrirstaða sem reyndist vera ís. Fönix-geimfarinu var ætlað að athuga hvort heimskautasvæði Mars séu byggileg.

Hér sjást fyrstu myndirnar sem Fönix-geimfarið tók á Mars.

Á myndum sem teknar hafa verið af yfirborði Mars sjást fjölmargar rásir og önnur merki um að vatn hafi áður flætt þar um. Talið er að fyrir um 4 milljörðum ára hafi verið rennandi vatn og höf á Mars. Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni? segir þetta um ástæðuna fyrir því að vatn á Mars er núna frosið:
Ein ástæða þess að Mars er svo þurr er að braut Mars hefur talsverða miðskekkju sem kallað er, en þá er sporbaugurinn ílangur og fjarlægð reikistjörnunnar frá sól talsvert breytileg. Þetta hefur svo áhrif á veðurfarið, til dæmis á Mars. Meðalhitinn er á bilinu -55°C til -67°C, en hitinn fer líklega sjaldan yfir frostmark. Í gufuhvolfinu er að finna vatnsgufu.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndband:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2009

Spyrjandi

Lilja Karen Björnsdóttir, f. 1997

Tilvísun

Sæmundur Ragnarsson, Atli Einarsson og Jón Atli Tómasson. „Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51500.

Sæmundur Ragnarsson, Atli Einarsson og Jón Atli Tómasson. (2009, 15. júní). Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51500

Sæmundur Ragnarsson, Atli Einarsson og Jón Atli Tómasson. „Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51500>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hefur einhvern tíma verið vatn á Mars?
Já, vatn hefur verið á Mars og það er þar enn þá. Frosið vatn er á báðum heimskautasvæðunum og er sífreri víða undir yfirborðinu. Ekki er vitað til þess að rennandi vatn sé á Mars.

Þegar Fönix-geimfarið lenti á Mars þann 25. maí árið 2008 fann það merki um vatn undir yfirborðinu. Grafið var ofan í jarðveginn og þá kom í ljós hörð ljósleit fyrirstaða sem reyndist vera ís. Fönix-geimfarinu var ætlað að athuga hvort heimskautasvæði Mars séu byggileg.

Hér sjást fyrstu myndirnar sem Fönix-geimfarið tók á Mars.

Á myndum sem teknar hafa verið af yfirborði Mars sjást fjölmargar rásir og önnur merki um að vatn hafi áður flætt þar um. Talið er að fyrir um 4 milljörðum ára hafi verið rennandi vatn og höf á Mars. Í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni? segir þetta um ástæðuna fyrir því að vatn á Mars er núna frosið:
Ein ástæða þess að Mars er svo þurr er að braut Mars hefur talsverða miðskekkju sem kallað er, en þá er sporbaugurinn ílangur og fjarlægð reikistjörnunnar frá sól talsvert breytileg. Þetta hefur svo áhrif á veðurfarið, til dæmis á Mars. Meðalhitinn er á bilinu -55°C til -67°C, en hitinn fer líklega sjaldan yfir frostmark. Í gufuhvolfinu er að finna vatnsgufu.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndband:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009....