Ein ástæða þess að Mars er svo þurr er að braut Mars hefur talsverða miðskekkju sem kallað er, en þá er sporbaugurinn ílangur og fjarlægð reikistjörnunnar frá sól talsvert breytileg. Þetta hefur svo áhrif á veðurfarið, til dæmis á Mars. Meðalhitinn er á bilinu -55°C til -67°C, en hitinn fer líklega sjaldan yfir frostmark. Í gufuhvolfinu er að finna vatnsgufu.Heimildir og frekara lesefni:
- Stjörnufræðivefurinn
- Vatn á Mars. Frétt á DV.is
- Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni?
- Fönix finnur vatn á Mars
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2009.