Fönix er búinn lítilli skóflu sem getur tekið upp sýni af jarðveginum á Mars og fært þau í litla efnagreiningaraðstöðu í vélmenninu. Ísinn sem um ræðir var í einu slíku sýni og er nú í efnagreiningu, en lokaniðurstöðu úr henni er ekki að vænta fyrr en eftir einhverjar vikur.
Rennandi vatn er ein undirstaða lífs eins og við þekkjum það, en á yfirborði Mars er það kalt, og loftþrýstingur það lágur, að þar er talið að vatn geti aðeins verið í ís- eða gufuformi. Vísindamenn hafa ástæðu til að ætla að aðstæður á Mars hafi verið aðrar fyrir milljónum ára, og að þá hafi vatn runnið um plánetuna.
Nánar um Mars og líf í alheimi á Vísindavefnum:
- Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar? eftir Guðmund Eggertsson.
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? eftir Þorstein Þorsteinsson.
- Hvernig er lofthjúpur Mars? Er veður þar? eftir Ögmund Jónsson.
- Wikipedia.com - Phoenix (spacecraft). Sótt 2.3.2011.