Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. Lengd hverrar súlu fer eftir fjölda þeirra sem eru í viðkomandi aldurshópi.
Þetta getur verið gagnlegt tæki til að átta sig til dæmis á því hvort ungu kynslóðirnar eru fjölmennari en forverar þeirrar, hvernig líklegt er að framboð af fólki á vinnualdri breytist eða fjöldi eftirlaunaþega, skólabarna og svo framvegis. Í Evrópu hafa menn til dæmis mikið horft til þess að svona píramídar eru að verða sverir efst en grannir neðst, öfugt við venjulega píramída, en það gerist vegna þess að mjög hefur dregið úr fæðingum.
Svona píramídi er til fyrir Kína, samanber teikninguna hér að ofan. Hún er byggð á manntali frá 1990 og fengin af vefsíðunni Science for Global Insight. Margfalda þarf tölurnar sem standa við lárétta ásinn með 1.000 til að fá mannfjölda. Út úr myndinni má meðal annar lesa að dregið hefur úr fæðingum í Kína því að yngstu árgangarnir árið 1990 voru minni en árgangar þeirra sem voru á táningsaldri.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
Gylfi Magnússon. „Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?“ Vísindavefurinn, 22. október 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3813.
Gylfi Magnússon. (2003, 22. október). Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3813
Gylfi Magnússon. „Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3813>.