Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 492 svör fundust
Hvað er virðiskeðja?
Virðiskeðja er eitt af þeim fræðilegu lykilhugtökum sem mikið eru notuð í tengslum við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Það má einnig nota hugtakið við greiningu á annars konar skipulagsheildum en fyrirtækjum, til að mynda nýtist það við stefnumótun opinberra stofnana og félagasamtaka. Virðiskeð...
Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?
Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...
Hvað er erfðafræði?
Eins og nafnið bendir til er erfðafræðin fræðigrein þar sem fengist er við rannsóknir á því hvernig eiginleikar erfast frá kynslóð til kynslóðar. Upphaf nútíma erfðafræði má rekja til tilrauna austurríska munksins Gregors Mendel (1822-1884). Mendel birti niðurstöður sínar árið 1866 en þær vöktu þá litla sem enga a...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?
Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF. Litfrumur (e. melanocyt...
Eru til íslensk fyrirtæki sem búa við skrifræðisskipulag (bureaucracy) og hefur vegnað vel? Hverjir eru helstu kostir skrifræðis?
Segja má að sérhvert fyrirtæki hafi einhver skrifræðiseinkenni í skipulagi sínu. Það á bæði við um íslensk fyrirtæki og erlend. Í bókum um skipulagsheildir, til dæmis bók Richard L. Daft, Organization Theory and Design, er upplýst að félagsfræðingurinn Max Weber hafi fyrstur manna farið að skoða skipulega hvort bæ...
Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?
Samkvæmt nýlegum úrskurði Samkeppnisstofnunar stenst lögbundin áskrift að Ríkisútvarpinu samkeppnislög. Fyrir Samkeppnisstofnun lá erindi frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. en þar var þess meðal annars krafist að „samkeppnisyfirvöld grípi sbr. 17. grein samkeppnislaga til annarra þeirra aðgerða, sem þau telja na...
Hvað slær hjarta fullorðinnar steypireyðar mörg slög á mínútu?
Fylgni er á milli hjartsláttartíðni spendýra og stærðar þeirra. Tíðnin er hæst meðal smárra nagdýra eins og músa, um 650 slög á mínútu, en lægst er hún meðal stórra reyðarhvala, eins og steypireyðarinnar. Ekki er nákvæmlega vitað hversu oft hjarta stórra sjávarspendýra slær á mínútu. Allar mælingar sem gerðar ...
Hvernig rætast draumar?
Sumir virðast telja að draumar séu yfirnáttúrleg fyrirbæri og að í þeim geti falist eins konar spádómur um framtíðina. Samkvæmt vísindum nútímans er hins vegar ekkert yfirnáttúrlegt við drauma, þeir eru starfsemi hugans í svefni, á sama hátt og hugsanir okkar eru starfsemi hugans í vöku. Gildi drauma til að ...
Hvernig starfar mannsheilinn? Hverjar eru helstu heilastöðvarnar?
Mannsheilinn er geysilega flókið líffæri og ekki þekkt fullkomlega. Hins vegar hafa menn í aldanna rás lært mikið um starfsemi þessarar stjórnstöðvar mannslíkamans. Heilabörkurinn er sá hluti heilans sem er þróunarlega yngstur og þar liggja meðal annars stjórnstöðvar fyrir hreyfingar og skynjun. Heilabörkurinn lig...
Af hverju svitnar maður þegar maður er kvíðinn eða stressaður?
Taugakerfi okkar skiptist í miðtaugakerfi, sem er heili og mæna, og úttaugakerfi sem eru taugarnar sjálfar. Úttaugakerfið skiptist síðan í viljastýrða taugakerfið sem stjórnar beinagrindarvöðvum og sjálfvirka taugakerfið sem stjórnar hjartavöðvanum, sléttum vöðvum og kirtlum. Sjálfvirka taugakerfið skiptist enn fr...
Er hægt að lifa án hormóna?
Nei, það er ekki hægt að lifa án hormóna, að minnsta kosti ekki eðlilegu lífi. Hormón teljast til boðefna líkamans. Þau stjórna þroska hans og vexti og sjá um að halda alls kyns starfsemi líkamans í jafnvægi. Hormón eru lífræn efni af ýmsum gerðum. Þau eru mynduð í svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) ...
Af hverju deyr maður út af geislavirkni?
Það er rétt að menn geta dáið vegna geislavirkni en það gerist þó ekki með verulegum líkum nema hún sé mikil eða langvarandi. Geislar frá geislavirkum efnum geta valdið margvíslegum breytingum í efni sem þeir fara um. Þeir geta meðal annars jónað frumeindir í efnunum en það þýðir að rafeindir losna frá frumein...
Hvað heldur lífi í okkur?
Maðurinn þarf að grunni til þrennt til að halda sér á lífi: Mat, vatn og súrefni. Án matar getur maðurinn lifað í 40-60 daga en án vatns getur hann einungis lifað í fáeina daga. Maturinn sem við borðum skiptist í þrennt: kolvetni, prótín og fitu. Auk þess þarf líkaminn ýmis vítamín og steinefni, sem hann fær úr ma...
Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?
Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stof...
Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2012?
Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Geta dýr gert konur óléttar? Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram? Hvers vegna er hjátrú kringum föstudagin...