Samkeppnisráð getur gripið til aðgerða gegn [...] athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni að því tilskildu að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna.Í 15. grein útvarpslaga segir hins vegar að „Ríkisútvarpið [skuli] leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð”. Í úrskurði sínum segir Samkeppnisstofnun um þessar sérskyldur Ríkisútvarpsins að þær séu „svo almennt orðaðar að þær virðast geta lýst allri starfsemi þess” og af þeim sökum er niðurstaða Samkeppnisráðs meðal annars þessi:
Á grundvelli gildandi lagaákvæða um Ríkisútvarpið telur samkeppnisráð sér því ekki unnt að greina á milli annars vegar útvarps í almannaþágu, þ.e. útvarps- og sjónvarpsþjónustu sem ætla mætti að markaðurinn myndi ekki tryggja án opinberra afskipta, og hins vegar starfsemi í óheftri samkeppni við aðra aðila.Að lokum má nefna að sérskyldur Ríkisútvarpsins lúta ekki einungis að menningarlegum þáttum heldur hefur það einnig öryggishlutverki að gegna. Það er talið mikilvægt að hafa til staðar fjölmiðil, útvarp eða sjónvarp, sem hægt er að nota í neyðartilfellum ef náttúruhamfarir eða annað slíkt skyldi dynja yfir.