Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson

Samkvæmt nýlegum úrskurði Samkeppnisstofnunar stenst lögbundin áskrift að Ríkisútvarpinu samkeppnislög. Fyrir Samkeppnisstofnun lá erindi frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. en þar var þess meðal annars krafist að „samkeppnisyfirvöld grípi sbr. 17. grein samkeppnislaga til annarra þeirra aðgerða, sem þau telja nauðsynlegar til að tryggja eðlilegan samkeppnisgrundvöll leyfisbundinna útvarpsstöðva annars vegar og Ríkisútvarpsins hins vegar”.

Í 17. grein samkeppnislega segir meðal annars:

Samkeppnisráð getur gripið til aðgerða gegn [...] athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni að því tilskildu að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna.

Í 15. grein útvarpslaga segir hins vegar að „Ríkisútvarpið [skuli] leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð”. Í úrskurði sínum segir Samkeppnisstofnun um þessar sérskyldur Ríkisútvarpsins að þær séu „svo almennt orðaðar að þær virðast geta lýst allri starfsemi þess” og af þeim sökum er niðurstaða Samkeppnisráðs meðal annars þessi:
Á grundvelli gildandi lagaákvæða um Ríkisútvarpið telur samkeppnisráð sér því ekki unnt að greina á milli annars vegar útvarps í almannaþágu, þ.e. útvarps- og sjónvarpsþjónustu sem ætla mætti að markaðurinn myndi ekki tryggja án opinberra afskipta, og hins vegar starfsemi í óheftri samkeppni við aðra aðila.

Að lokum má nefna að sérskyldur Ríkisútvarpsins lúta ekki einungis að menningarlegum þáttum heldur hefur það einnig öryggishlutverki að gegna. Það er talið mikilvægt að hafa til staðar fjölmiðil, útvarp eða sjónvarp, sem hægt er að nota í neyðartilfellum ef náttúruhamfarir eða annað slíkt skyldi dynja yfir.

Höfundar

laganemi við Háskóla Íslands

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

16.1.2002

Spyrjandi

Kristján Ingvarsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson. „Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2048.

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson. (2002, 16. janúar). Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2048

Magnús Viðar Skúlason og Ólafur Páll Jónsson. „Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2048>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Stenst áskrift RÚV samkeppnislög þar sem það hefur heimild til þess að selja auglýsingar og kostun á þætti?
Samkvæmt nýlegum úrskurði Samkeppnisstofnunar stenst lögbundin áskrift að Ríkisútvarpinu samkeppnislög. Fyrir Samkeppnisstofnun lá erindi frá Norðurljósum samskiptafélagi hf. en þar var þess meðal annars krafist að „samkeppnisyfirvöld grípi sbr. 17. grein samkeppnislaga til annarra þeirra aðgerða, sem þau telja nauðsynlegar til að tryggja eðlilegan samkeppnisgrundvöll leyfisbundinna útvarpsstöðva annars vegar og Ríkisútvarpsins hins vegar”.

Í 17. grein samkeppnislega segir meðal annars:

Samkeppnisráð getur gripið til aðgerða gegn [...] athöfnum opinberra aðila að því marki sem þær kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni að því tilskildu að sérlög hafi ekki að geyma sérstakar reglur um heimild eða skyldu til slíkra athafna.

Í 15. grein útvarpslaga segir hins vegar að „Ríkisútvarpið [skuli] leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð”. Í úrskurði sínum segir Samkeppnisstofnun um þessar sérskyldur Ríkisútvarpsins að þær séu „svo almennt orðaðar að þær virðast geta lýst allri starfsemi þess” og af þeim sökum er niðurstaða Samkeppnisráðs meðal annars þessi:
Á grundvelli gildandi lagaákvæða um Ríkisútvarpið telur samkeppnisráð sér því ekki unnt að greina á milli annars vegar útvarps í almannaþágu, þ.e. útvarps- og sjónvarpsþjónustu sem ætla mætti að markaðurinn myndi ekki tryggja án opinberra afskipta, og hins vegar starfsemi í óheftri samkeppni við aðra aðila.

Að lokum má nefna að sérskyldur Ríkisútvarpsins lúta ekki einungis að menningarlegum þáttum heldur hefur það einnig öryggishlutverki að gegna. Það er talið mikilvægt að hafa til staðar fjölmiðil, útvarp eða sjónvarp, sem hægt er að nota í neyðartilfellum ef náttúruhamfarir eða annað slíkt skyldi dynja yfir.

...