Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 548 svör fundust
Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki?
Einfaldasta svarið við þessari spurningu er; vegna þess að til þeirra óvirku streymir ekki lengur kvika. En þetta svar skilur spyrjandann kannski eftir í sömu sporum þar sem það útskýrir ekki hvers vegna kvikan hættir að streyma til eldfjallanna. Skoðum þetta nánar. Ísland hefur mikla sérstöðu í heiminum vegna...
Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?
Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...
Hvað eru freknur?
Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...
Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?
Ef átt er við termíta (Isoptera) eru vinnumaurar og hermaurar gyðlur (ungviði skordýra með ófullkomna myndbreytingu) sem ná ekki fullum þroska. Bæði vinnutermítar og hertermítar eru af báðum kynjum. Hjá tegundinni Nasutitermes exitiosus er munur á stórum (kvenkyns) og litlum (karlkyns) hermaurum. Ef átt er við...
Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?
Í auglýsingu menntamálaráðuneytisins um greinarmerkjasetningu frá 1974 er ekki fjallað um svokallaða úrfellingarpunkta eða þrípunkta. Nokkur hefð hefur þó skapast um notkun þeirra og eru þessar reglur helstar:Þrír punktar eru notaðir til að sýna að fellt hafi verið innan úr venjulegum texta eða úr tilvitnun. Þá er...
Hvað þýðir orðið kaldaljós?
Orðið kaldaljós þekkist í fornu máli aðeins sem viðurnefni Kolbeins Arnórssonar kaldaljóss. Viðurnefnið kaldaljós kemur fyrir í Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala en í báðum er hann einnig nefndur Staðar-Kolbeinn. Hans er einnig getið í biskupa sögum. Hvergi kemur fram hvernig Kolbeinn fékk viðurnefni sitt. ...
Hvernig getur hugtakið „óendanlegt“ staðist? Allt hlýtur að eiga upphafs- og endapunkta?
Flestum þykir okkur erfitt að skilja til fulls hugtakið óendanlegt. Þegar allt kemur til alls virðast þó ekki aðrir kostir í boði en að gera okkur það að góðu þar sem það stenst engan veginn að allt sé endanlegt. Hugsum okkur til dæmis jafn einfaldan hlut og að telja. Fyrst eftir að barn lærir að telja heldur þ...
Hvað er frumeindaklukka?
Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...
Af hverju er Plútó rauðbrúnn á litinn?
Stjörnufræðingar hafa lengi vitað að Plútó er rauðleitur eða rauðbrúnn svo minnir á ferskjulit. Liturinn er ekki ósvipaður litbrigðum Mars en ástæðan er gerólík. Mars fær sinn rauðbrúna lit frá járnoxíði eða ryði úr járnríku berginu. Rauðbrúni litur Plútós er sennilegast kominn til af flóknum kolefnasamböndum. ...
Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?
Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Í...
Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað?
Kolbrún Þ. Pálsdóttir er dósent í tómstunda- og félagsmálafræði og verðandi sviðsforseti Menntavísindasviðs. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og samstarfi innan menntakerfa. Á síðustu árum hefur skipulagt tómstundastarf skipað æ ríkari sess...
Getur bláeygt par eignast græneygt barn?
Augnlitur okkar stafar af litarefninu melaníni í lithimnu augans. Ef lítið sem ekkert er af melaníni í ysta hluta lithimnunnar fáum við blá augu en annars græn eða brún og auðvitað ýmsa tóna þar á milli. Það sem ræður augnlit okkar (magni af melaníni í lithimnunni) eru þau gen sem við erfum frá foreldrum okkar...
Hvenær ársins eru moskítóflugur á sveimi í Nuuk á Grænlandi?
Moskítóflugur angra fólk og önnur spendýr á Grænlandi helst frá miðjum júní og fram í ágúst. Á þessum tíma sækjast kvendýrin eftir blóði en í því er prótín sem þarf til þess að egg flugnanna þroskist. Stærstur hluti lífsferils moskítóflugna er í vatni en hversu langur lífsferillinn er fer eftir aðstæðum, allt f...
Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?
Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu. Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. H...
Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?
Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...