- Þrír punktar eru notaðir til að sýna að fellt hafi verið innan úr venjulegum texta eða úr tilvitnun. Þá er haft stafbil báðum megin við punktana. Dæmi: Ugla sat á kvisti ... eitt, tvö, þrjú og það varst þú.
- Ef setning endar á úrfellingarpunktum á ekki að setja punkt. Dæmi: Ugla sat á kvisti ... Hins vegar skal setja spurningarmerki eða upphrópunarmerki eftir þrípunktum ef við á. Dæmi: „Er hann nokkuð ... “?
- Ef felldur er niður hluti orðs er ekki notað stafbil framan við punktana en hins vegar aftan við þá. Dæmi: „Hann er andsk... asni.“
Útgáfudagur
25.2.2004
Spyrjandi
Sigurður Líndal
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4019.
Guðrún Kvaran. (2004, 25. febrúar). Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4019
Guðrún Kvaran. „Hvaða reglur gilda um notkun þrípunkta í íslensku ritmáli?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4019>.