Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Ef átt er við termíta (Isoptera) eru vinnumaurar og hermaurar gyðlur (ungviði skordýra með ófullkomna myndbreytingu) sem ná ekki fullum þroska. Bæði vinnutermítar og hertermítar eru af báðum kynjum. Hjá tegundinni Nasutitermes exitiosus er munur á stórum (kvenkyns) og litlum (karlkyns) hermaurum. Ef átt er við maura (Hymenoptera: Formicidae), sem stundum eru kallaðir maurflugur eru allir lifandi einstaklingar í búinu kvendýr (tvílitna), en karlar (einlitna) gegna aðeins æxlunarhlutverki og lifa ekki lengi.
Myndir sýnir maurategundina Camponotus sem nefnist á ensku carpenter ant eða trésmiðsmaur. Myndin er fengin hjá Britannicu.com
Gísli Már Gíslason. „Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2001, sótt 2. apríl 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=1581.
Gísli Már Gíslason. (2001, 9. maí). Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1581
Gísli Már Gíslason. „Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2001. Vefsíða. 2. apr. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1581>.