Ef átt er við termíta (Isoptera) eru vinnumaurar og hermaurar gyðlur (ungviði skordýra með ófullkomna myndbreytingu) sem ná ekki fullum þroska. Bæði vinnutermítar og hertermítar eru af báðum kynjum. Hjá tegundinni Nasutitermes exitiosus er munur á stórum (kvenkyns) og litlum (karlkyns) hermaurum. Ef átt er við maura (Hymenoptera: Formicidae), sem stundum eru kallaðir maurflugur eru allir lifandi einstaklingar í búinu kvendýr (tvílitna), en karlar (einlitna) gegna aðeins æxlunarhlutverki og lifa ekki lengi. Myndir sýnir maurategundina Camponotus sem nefnist á ensku carpenter ant eða trésmiðsmaur. Myndin er fengin hjá Britannicu.com
Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?
Ef átt er við termíta (Isoptera) eru vinnumaurar og hermaurar gyðlur (ungviði skordýra með ófullkomna myndbreytingu) sem ná ekki fullum þroska. Bæði vinnutermítar og hertermítar eru af báðum kynjum. Hjá tegundinni Nasutitermes exitiosus er munur á stórum (kvenkyns) og litlum (karlkyns) hermaurum. Ef átt er við maura (Hymenoptera: Formicidae), sem stundum eru kallaðir maurflugur eru allir lifandi einstaklingar í búinu kvendýr (tvílitna), en karlar (einlitna) gegna aðeins æxlunarhlutverki og lifa ekki lengi. Myndir sýnir maurategundina Camponotus sem nefnist á ensku carpenter ant eða trésmiðsmaur. Myndin er fengin hjá Britannicu.com
Útgáfudagur
9.5.2001
Spyrjandi
Kristján Geirsson, f. 1985
Tilvísun
Gísli Már Gíslason. „Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?“ Vísindavefurinn, 9. maí 2001, sótt 22. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1581.
Gísli Már Gíslason. (2001, 9. maí). Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1581
Gísli Már Gíslason. „Hvers kyns eru hermaurar í maurabúum?“ Vísindavefurinn. 9. maí. 2001. Vefsíða. 22. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1581>.