Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu.
Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Hér sést Hvannadalshnjúkur.
Athuganir sýna að orðmyndin hnjúkur er notuð um nánast allt Norður-, Austur- og Suðausturland og vestur fyrir Vatnajökul. Á Suður- og Vesturlandi er myndin hnúkur ráðandi. Samkvæmt þessu eru myndirnar Kárahnjúkar og Hvannadalshnjúkur með –j-i en Móskarðshnúkar í Esjunni –j-lausir.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?“ Vísindavefurinn, 11. september 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48341.
Guðrún Kvaran. (2008, 11. september). Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48341
Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48341>.