Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 558 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var George Berkeley og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru Strumpar og Strympur til á Íslandi, til dæmis sem örnefni?

Margir kannast við Strumpana, agnarsmáar bláar verur sem búa í hattsveppum úti í skógi. Strumparnir eru hugarverk belgíska teiknarans Peyo (1928-1992). Á máli hans, frönsku, hétu þeir Les Schtroumpfs. Teiknimyndabækur um Strumpana komu fyrst út á íslensku á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og nutu talsve...

category-iconLandafræði

Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?

Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru margar víddir?

Þessi spurning er margslungin og henni tengdar eru margar aðrar áhugaverðar spurningar sem hafa borist Vísindavefnum. Árið 2000 gaf Lárus Thorlacius eðlisfræðingur greinargott svar við spurningunni: Getur rúmið sem við hrærumst í haft fleiri víddir en þær þrjár sem við eigum að venjast? en tilefni kann að vera til...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær hófst kaffidrykkja í heiminum og hvernig breiddist hún út?

Kaffitré vaxa villt á nokkrum svæðum í Afríku og sú tegund (Coffea arabica) sem fyrst nýttist til kaffigerðar rekur upphafleg heimkynni sín til fjalla í Eþíópíu. Ekki er ólíklegt að þar hafi menn lengi tuggið kaffiber sér til hressingar, en þess verður fyrst vart í Jemen (handan við Rauðahaf) um eða fyrir miðja 15...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þes...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?

Janúarmánuður var langkaldasti mánuður frostavetursins 1918, svo kaldur að hann stendur einn undir nafngiftinni. Mjög eindregin norðanátt var ríkjandi í mánuðinum og hún var venju fremur köld vegna þess að sérlega mikill hafís var í norðurhöfum, bæði í Austur-Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Haustið 1917 v...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað getið þið sagt mér um non-Hodgkins-krabbamein?

Eitilfrumuæxli eru illkynja æxli upprunnin í eitilfrumum, nema þau æxli sem teljast til Hodgkins-sjúkdóms. Á ensku hefur verið vísað til þessa æxlishóps sem non-Hodgkin lymphomas. Þessi æxli, sem hér eftir verður vísað til aðeins sem eitilfrumuæxli, eru hópur illkynja æxla sem á upptök sín í eitilvef og eru um 3% ...

category-iconMannfræði

Hver var Ruth Benedict og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Þegar mannfræðingurinn Ruth Benedict var að hefja starfsferil sinn sótti hún um rannsóknarstyrk til The National Research Council sem hafnaði umsókninni með þeim orðum að “a person who has not already become established in University work [by age thirty-five] is not very promising material for development.” En þó ...

category-iconStærðfræði

Hver var Andrei Kolmogorov og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Andrei Nikolaevich Kolmogorov (1903-1987) var einn fremsti stærðfræðingur Sovétríkjanna, jafnvel sá fremsti. Hann er þekktastur fyrir að leggja formlegan grunn að nútíma líkindafræði og fyrir rannsóknir á því sviði. En brautryðjendastarf hans á öðrum sviðum stærðfræða var líka umfangsmikið og risti djúpt. Móðir...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?

Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...

category-iconLandafræði

Hvað getið þið sagt mér um Jan Mayen?

Jan Mayen er lítil eyja um 600 km norðaustur af Íslandi, 500 km austur af Grænlandi og um 1000 km í vestur frá Noregi. Eyjan er aflöng, um 55 km löng frá suðvestri til norðausturs og er flatarmál hennar um 373 km2. Jan Mayen skiptist í tvennt og eru hlutarnir tengdir saman með mjóu eiði. Norðaustur hlutinn kallast...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var sagt um hafísinn í blöðum árið 1918?

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Fylgifiskur þessarar ku...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var víkingaöld?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um eldstöðvakerfið í Ljósufjöllum?

Ljósufjallareinin teygir sig frá Kolgrafafirði í vestri að Norðurá í Borgarfirði. Hún er nær 90 kílómetra löng og stefnir vestnorðvestur til austsuðausturs. Miðja hennar virðist vera í Ljósufjöllum, og dregur hún því nafn sitt af þeim. Þar er eldvirknin mest og fjölbreyttust. Ljósufjöll standa fyrir miðjum vest...

Fleiri niðurstöður