Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?

Már Jónsson

Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þess að afstýra kaffiskorti sendi Gottrup fjórðungspund af „cove bönner“ og tók fram að sér þætti kaffi ekki gott: „effterdi jeg er ingen liebhaber deraf“. Hann baðst forláts á því hversu lítið hann ætti. Vitað er að Árni stundaði tehús í Kaupmannahöfn um aldamótin 1700 og árið 1721 lét hann smíða forlátakaffikönnu úr silfri sem var tæpt kíló að þyngd. Líklega er hann fyrsti Íslendingurinn sem ánetjast te og kaffi.

Árni Magnússon (1663-1730) er líklega fyrsti Íslendingurinn sem ánetjast te og kaffi.

Danskir embættismenn á Íslandi um og fyrir miðja 18. öld áttu tæki og tól til að hella upp á og framreiða kaffi jafnt sem te, en íslenskir embættismenn varla fyrr en um 1760, og þá bara til tedrykkju fyrst um sinn. Þannig átti séra Jón Magnússon á Mælifelli í Skagafirði teketil, tekönnu, mjólkurkönnu og sex bollapör þegar hann lést vorið 1761. Ellefu árum síðar lét Margrét Jónsdóttir prófastsekkja í Odda á Rangárvöllum eftir sig kaffikönnu úr ensku tini með undirskál. Bjarni Pálsson landlæknir hafði ásamt Eggert Ólafssyni með sér kaffikvörn á ferðum um Ísland árin 1752-1757 og þegar hann lést í Nesi við Seltjörn árið 1779 átti hann teketil og kaffiketil sem báðir voru fjögurra ára gamlir.

Um og eftir 1780 voru flestir prestar og sýslumenn farnir að neyta þessara heitu drykkja, sem bárust til Evrópu meira en hundrað árum fyrr. Um leið tileinkuðu alefnuðustu bændur sér siðinn, svo sem hjónin Þorkell Jónsson og Guðrún Sveinsdóttir í Ketu á Skaga, sem létust árið 1785 og áttu teketil, svarta tekönnu úr leir og aðra með tréloki, þrjú bollapör og þrjár teskeiðar. Það sama átti við um starfsmenn Innréttinganna í Reykjavík og Íslendinga sem unnu við verslun í helstu kaupstöðum, en algjör undantekning var ef almennir bændur sýndu þessu áhuga, líkt og Þorvaldur Jónsson, sextugur bóndi á Blikalóni á Melrakkasléttu, sem lést árið 1785 og átti stóran teketil úr eir og annan lítinn, kaffiketil úr messing, tekönnu úr tini og kaffikvörn: „caffe mynla“.

Kaffibaunir koma fyrst fyrir í verðskrám árið 1776 og kostaði pundið 32 skildinga, sem var ívið lægra en algengt verðmat á litlum kaffikötlum. Innflutningur jókst lítið næstu árin og var nálægt því jafnmikill á telaufi. Árabilið 1819-1840 nífaldaðist aftur á móti innflutningur á kaffi úr tæpum fimm tonnum í 44 tonn á ári, sem þýðir 800 grömm á hvert mannsbarn. Það var hundrað grömmum minna en í Noregi um sama leyti en hálfu kílói meira en í Svíþjóð, á meðan neysla Hollendinga nam rúmum þremur kílóum. Næstu árin jókst innflutningur enn og nam 152 tonnum árið 1849 en 213 tonnum sex árum síðar, sem gerir þrjú kíló á mann. Mun langmest af þessu kaffi hafa komið frá Vestur-Indíum. Til samanburðar má nefna að árin 2007-2011 voru flutt inn 2230 tonn af kaffi eða sjö kíló á mann. Kaffineysla sem sagt margfaldaðist á rúmum þremur áratugum og fór ekki fram hjá neinum, ef marka má séra Ólaf Sívertsen í Flatey árið 1849:
Nú er varla sá kotbær til vestra, að ei gángi kaffi svo að kalla jöfnum höndum með matarnautn, sumstaðar tvisvar, ef ei þrisvar, á dag, og eptir því sterkt. Allvíða er svo lángt komið kaffidrykkju, að vegfarendur eða sjófarendur þykja ósvinni, bíði þeir ekki eptir kaffi, hvernig sem stendur á sjó eða veðri. Bóndinn getur vart til verka sagt, fyrr en hann hefur hrest sig á drykk þessum, og verkamaðurinn því síður til vinnu geingið, fyrr en búið er að hýrga hann á kaffi-bollanum.
Á síðari hluta 19. öld jókst neyslan enn og reiknaðist Birni M. Ólsen árið 1896 að á undanförnum sextíu árum hefði hún fimmtugfaldast.

Kaffibaunir koma fyrst fyrir í verðskrám árið 1776 og kostaði pundið 32 skildinga, sem var ívið lægra en algengt verðmat á litlum kaffikötlum.

Hægt er að fylgjast með kaffivæðingu Íslands í uppskriftum dánarbúa. Fram á þriðja áratug aldarinnar var te í boði á fínni heimilum en síður kaffi, það er hjá prestum og betri bændum, sem séra Tómas Sæmundsson skilgreindi árið 1835: „sem að sönnu teljast so í bændaröð, að orðnir eru kaffi-menn, en geta þó ekki staðist þennan kostnað, án þess að hálf-svelta sjálfir“. Undir 1830 var reyndar farið að kræla á eignaminni bændum meðal kaffimanna og nægir að nefna Sigríði Aradóttur á Skógum í Þorskafirði sem haustið 1827 lét eftir sig kaffiketil og litla tekönnu. Árið 1833 sameinuðust Arnfríður Guðmundsdóttir og Magnús bróðir hennar á Finnbogastöðum í Trékyllisvík um kaffiketil og kaffikvörn.

Enn var þó te í uppáhaldi hjá sumum, til dæmis Jóni Jónssyni í Sauðeyjum sem árið 1831 átti fornan teketil og annan minni, en ekkert kaffikyns. Fyrir miðja 19. öld var svo komið að tala má um kaffikönnur, kaffikatla og kaffikvarnir sem staðalbúnað allra heimila með sjálfsvirðingu. Þetta var í samræmi við þróun víðast hvar í Evrópu og Ameríku. Helstu skýringar á þessu eru stóraukin heimsframleiðsla á kaffi og lækkandi verð, en vitaskuld líka aukin eftirspurn vegna áhuga alls almennings sem var svo sannarlega kominn á bragðið. Kaffi var ekki lengur munaður heldur líkamleg þörf.

Heimildir:
  • Björn Magnússon Ólsen, „Um kaffi“. Tímarit Bókmenntafélagsins 17 (1896), bls. 144-158 (tilvitnun á bls. 148).
  • Hutchison, Ragnhild, In the doorway to development: An enquiry into market oriented structual changes in Norway ca. 1750-1830. Leiden 2012.
  • Ólafur Sívertsen, „Fréttabálkur“. Gestur Vestfirðingur 3 (1849), bls. 1-61 (tilvitnun á bls. 33-34).
  • Tómas Sæmundsson, „Úr bréfi frá Íslandi“. Fjölnir 1 (1835), bls. 48-94 (tilvitnun á bls. 86).
  • Þjóðskjalasafn Íslands í Reykjavík: Dánarbúsuppskriftir og skiptabækur í skjalasöfnum sýslumanna.

Myndir:

Fleiri spyrjendur:
Árni Eyþórs Erlendsson, Margrét J. Gísladóttir, Eygló Viðarsdóttir Biering, Aðalsteinn Hákonarson, Þorsteinn Briem.

Höfundur

Már Jónsson

prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

31.5.2013

Spyrjandi

Þorvaldur Örn Davíðsson, Nanna Hlín Halldórsdóttir og fleiri

Tilvísun

Már Jónsson. „Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?“ Vísindavefurinn, 31. maí 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54638.

Már Jónsson. (2013, 31. maí). Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54638

Már Jónsson. „Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?“ Vísindavefurinn. 31. maí. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54638>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær byrjuðu Íslendingar að drekka kaffi?
Elsta þekkta heimild um kaffi á Íslandi er bréf sem Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum skrifaði Árna Magnússyni prófessor og handritasafnara 16. nóvember 1703. Þeir höfðu talað saman á alþingi um sumarið og Árni borið sig illa undan því að gleymst hafði að senda honum kaffi með vorskipum frá Kaupmannahöfn. Til þess að afstýra kaffiskorti sendi Gottrup fjórðungspund af „cove bönner“ og tók fram að sér þætti kaffi ekki gott: „effterdi jeg er ingen liebhaber deraf“. Hann baðst forláts á því hversu lítið hann ætti. Vitað er að Árni stundaði tehús í Kaupmannahöfn um aldamótin 1700 og árið 1721 lét hann smíða forlátakaffikönnu úr silfri sem var tæpt kíló að þyngd. Líklega er hann fyrsti Íslendingurinn sem ánetjast te og kaffi.

Árni Magnússon (1663-1730) er líklega fyrsti Íslendingurinn sem ánetjast te og kaffi.

Danskir embættismenn á Íslandi um og fyrir miðja 18. öld áttu tæki og tól til að hella upp á og framreiða kaffi jafnt sem te, en íslenskir embættismenn varla fyrr en um 1760, og þá bara til tedrykkju fyrst um sinn. Þannig átti séra Jón Magnússon á Mælifelli í Skagafirði teketil, tekönnu, mjólkurkönnu og sex bollapör þegar hann lést vorið 1761. Ellefu árum síðar lét Margrét Jónsdóttir prófastsekkja í Odda á Rangárvöllum eftir sig kaffikönnu úr ensku tini með undirskál. Bjarni Pálsson landlæknir hafði ásamt Eggert Ólafssyni með sér kaffikvörn á ferðum um Ísland árin 1752-1757 og þegar hann lést í Nesi við Seltjörn árið 1779 átti hann teketil og kaffiketil sem báðir voru fjögurra ára gamlir.

Um og eftir 1780 voru flestir prestar og sýslumenn farnir að neyta þessara heitu drykkja, sem bárust til Evrópu meira en hundrað árum fyrr. Um leið tileinkuðu alefnuðustu bændur sér siðinn, svo sem hjónin Þorkell Jónsson og Guðrún Sveinsdóttir í Ketu á Skaga, sem létust árið 1785 og áttu teketil, svarta tekönnu úr leir og aðra með tréloki, þrjú bollapör og þrjár teskeiðar. Það sama átti við um starfsmenn Innréttinganna í Reykjavík og Íslendinga sem unnu við verslun í helstu kaupstöðum, en algjör undantekning var ef almennir bændur sýndu þessu áhuga, líkt og Þorvaldur Jónsson, sextugur bóndi á Blikalóni á Melrakkasléttu, sem lést árið 1785 og átti stóran teketil úr eir og annan lítinn, kaffiketil úr messing, tekönnu úr tini og kaffikvörn: „caffe mynla“.

Kaffibaunir koma fyrst fyrir í verðskrám árið 1776 og kostaði pundið 32 skildinga, sem var ívið lægra en algengt verðmat á litlum kaffikötlum. Innflutningur jókst lítið næstu árin og var nálægt því jafnmikill á telaufi. Árabilið 1819-1840 nífaldaðist aftur á móti innflutningur á kaffi úr tæpum fimm tonnum í 44 tonn á ári, sem þýðir 800 grömm á hvert mannsbarn. Það var hundrað grömmum minna en í Noregi um sama leyti en hálfu kílói meira en í Svíþjóð, á meðan neysla Hollendinga nam rúmum þremur kílóum. Næstu árin jókst innflutningur enn og nam 152 tonnum árið 1849 en 213 tonnum sex árum síðar, sem gerir þrjú kíló á mann. Mun langmest af þessu kaffi hafa komið frá Vestur-Indíum. Til samanburðar má nefna að árin 2007-2011 voru flutt inn 2230 tonn af kaffi eða sjö kíló á mann. Kaffineysla sem sagt margfaldaðist á rúmum þremur áratugum og fór ekki fram hjá neinum, ef marka má séra Ólaf Sívertsen í Flatey árið 1849:
Nú er varla sá kotbær til vestra, að ei gángi kaffi svo að kalla jöfnum höndum með matarnautn, sumstaðar tvisvar, ef ei þrisvar, á dag, og eptir því sterkt. Allvíða er svo lángt komið kaffidrykkju, að vegfarendur eða sjófarendur þykja ósvinni, bíði þeir ekki eptir kaffi, hvernig sem stendur á sjó eða veðri. Bóndinn getur vart til verka sagt, fyrr en hann hefur hrest sig á drykk þessum, og verkamaðurinn því síður til vinnu geingið, fyrr en búið er að hýrga hann á kaffi-bollanum.
Á síðari hluta 19. öld jókst neyslan enn og reiknaðist Birni M. Ólsen árið 1896 að á undanförnum sextíu árum hefði hún fimmtugfaldast.

Kaffibaunir koma fyrst fyrir í verðskrám árið 1776 og kostaði pundið 32 skildinga, sem var ívið lægra en algengt verðmat á litlum kaffikötlum.

Hægt er að fylgjast með kaffivæðingu Íslands í uppskriftum dánarbúa. Fram á þriðja áratug aldarinnar var te í boði á fínni heimilum en síður kaffi, það er hjá prestum og betri bændum, sem séra Tómas Sæmundsson skilgreindi árið 1835: „sem að sönnu teljast so í bændaröð, að orðnir eru kaffi-menn, en geta þó ekki staðist þennan kostnað, án þess að hálf-svelta sjálfir“. Undir 1830 var reyndar farið að kræla á eignaminni bændum meðal kaffimanna og nægir að nefna Sigríði Aradóttur á Skógum í Þorskafirði sem haustið 1827 lét eftir sig kaffiketil og litla tekönnu. Árið 1833 sameinuðust Arnfríður Guðmundsdóttir og Magnús bróðir hennar á Finnbogastöðum í Trékyllisvík um kaffiketil og kaffikvörn.

Enn var þó te í uppáhaldi hjá sumum, til dæmis Jóni Jónssyni í Sauðeyjum sem árið 1831 átti fornan teketil og annan minni, en ekkert kaffikyns. Fyrir miðja 19. öld var svo komið að tala má um kaffikönnur, kaffikatla og kaffikvarnir sem staðalbúnað allra heimila með sjálfsvirðingu. Þetta var í samræmi við þróun víðast hvar í Evrópu og Ameríku. Helstu skýringar á þessu eru stóraukin heimsframleiðsla á kaffi og lækkandi verð, en vitaskuld líka aukin eftirspurn vegna áhuga alls almennings sem var svo sannarlega kominn á bragðið. Kaffi var ekki lengur munaður heldur líkamleg þörf.

Heimildir:
  • Björn Magnússon Ólsen, „Um kaffi“. Tímarit Bókmenntafélagsins 17 (1896), bls. 144-158 (tilvitnun á bls. 148).
  • Hutchison, Ragnhild, In the doorway to development: An enquiry into market oriented structual changes in Norway ca. 1750-1830. Leiden 2012.
  • Ólafur Sívertsen, „Fréttabálkur“. Gestur Vestfirðingur 3 (1849), bls. 1-61 (tilvitnun á bls. 33-34).
  • Tómas Sæmundsson, „Úr bréfi frá Íslandi“. Fjölnir 1 (1835), bls. 48-94 (tilvitnun á bls. 86).
  • Þjóðskjalasafn Íslands í Reykjavík: Dánarbúsuppskriftir og skiptabækur í skjalasöfnum sýslumanna.

Myndir:

Fleiri spyrjendur:
Árni Eyþórs Erlendsson, Margrét J. Gísladóttir, Eygló Viðarsdóttir Biering, Aðalsteinn Hákonarson, Þorsteinn Briem.

...