Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1122 svör fundust
Hvað er hugmyndafræði?
Hugtakið hugmyndafræði er frá því um 1800 og merkti upphaflega heildstæða lýsingu á samfélaginu ásamt hugmyndum um hvernig skyldi breyta því til hins betra. Merking orðsins hefur víkkað síðan og það færst nær því að merkja hvern þann hugsunarhátt sem einkennir einhvern hóp eða menningarsamfélag. Enn er orðið þó sé...
Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.
Spurningin er svohljóðandi: Af hverju þarf að stækka hjól á fjórhjóladrifsbílum sem notaðir eru á Íslandi? Geta bílar sem breytt hefur verið hvað varðar hjólabúnað, verið hættulegir í notkun? Gefur ESB út reglur varðandi búnað ökutækja? 1. Hjólbarðar eru stækkaðir til að gera þessum bílum fært að komast y...
Hvað er múkk, sjúkdómur sem hrjáir hesta?
Múkk er húðbólga í kjúkubótinni á hestum, en kjúkubótina er að finna aftan til á kjúkunni, undir hófskegginu. Húðin er tiltölulega þunn og viðkvæm á þessu svæði. Fyrstu einkennin eru aukin fitumyndun í húðinni sem getur þróast í vessandi bólgu og sár. Hross geta orðið hölt af þessum sökum. Ekki er vitað með vissu ...
Hvað getið þið sagt mér um tilraunir til að nota plast sem leiðara?
Plast er samsett úr mjög löngum sameindum sem nefnast fjölliður. Mörg efni í kringum okkur eru fjölliður, nægir að nefna plast í ýmsum myndum, nælon og ýmis efni notuð í fatnað, húsgögn og margt annað. Í flestum tilfellum eru þessi efni einangrarar; leiða ekki rafstraum. Hægt er að breyta rafeiginleikum þeirra með...
Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?
Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur. Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sa...
Til hvers nota fílar ranann?
Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum. Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. V...
Ég er sagður sestur í helgan stein. Hvar finn ég „helga steininn“!?
Í nútímamáli er merkingin í orðasambandinu að setjast í helgan stein að ‘draga sig í hlé, hætta að vinna’ og elsta dæmi Orðabókar Háskólans um þá notkun er frá fyrri hluta 19. aldar. Í fornu máli var merkingin að ‘ganga í klaustur’. Að vísu var lýsingarorðið heilagur ekki með í orðasambandinu í elsta máli held...
Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis?
Lára Björk bætir við: „Hefur merking þess breyst í gegnum tíðina?“ Hér er einnig svarað spurningu Öldu Sveinsdóttur: „Hvað er egóisti?“ Orðið egó, ‘ég’, er komið úr latínu og er þar persónufornafn í fyrstu persónu eintölu nefnifalli. Á síðari hluta 19. aldar var farið að nota orðið egó að erlendri fyrirmynd, da...
Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?
Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu. Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...
Er rafmagn á tunglinu og er hægt að nota tölvu þar?
Á tunglinu er rafmagn, ef stuðst er við þá skilgreiningu að rafmagn sé „hvers konar fyrirbæri sem tengist rafhleðslum og hreyfingum þeirra“, eins og hægt er að lesa um í svari við spurningunni Hvað er rafmagn? Í venjulegu efni eru nær eingöngu þrjár tegundir einda, rafeindir sem eru neikvætt hlaðnar, róteindir ...
Hvaðan kemur sá háttur að nota orðið skúr í karlkyni, þá þegar talað er um rigningarskúr?
Ýmis orð í íslensku máli eru notuð í fleiri en einu kyni og er notkunin oft svæðisbundin. Bæði karlkyns og hvorugkyns eru til dæmis orðin fress, hor, hrís, kögur, plús, sykur. Kvenkyns og hvorugkyns eru til dæmis bjúga, hnoða, hveiti, jógúrt, saft, smíði, tál, þúsund. Í þremur kynjum eru skurn og vikur. Kvenkyns o...
Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?
Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda yfirleitt litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn. Inflúensa er veir...
Hver er munurinn á kirkju og kapellu?
Orðið kirkja á uppruna sinn í grísku (kyriaké) og merkir „það sem helgað er Drottni“. Þegar um byggingu er að ræða má þýða hugtakið með guðshús. Kapella er aftur á móti myndað af latnesku orði (cappella) sem dregið er af cappa sem merkir kápa. Fyrsta byggingin sem nefnd var kapella var hús sem geymdi kápu eða mött...
Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?
Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...
Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?
Samkvæmt upplýsingum á vef krabbameinsskrár greindust á 5 ára tímabili frá 2003-2007 að meðaltali 65 Íslendingar á ári hverju með krabbamein í munnholi, vör, vélinda eða maga. Aðal orsakavaldur þessara krabbameina er tóbaksnotkun, en ekki er gerður greinarmunur á hvort um er að ræða sígarettur eða munntóbak. Á síð...