Áður en að steinþursarnir fengu þetta verndunarhlutverk voru þeir samt ekki atvinnulausir, því þeir voru notaðir til að veita vatni af þökum bygginganna sem þeir stóðu á. Þakrennur sem ná alla leið til jarðar komust ekki í almenna notkun fyrr en á 18. öld, en áður var regnvatn á mikilvægum byggingum látið falla til jarðar gegnum munnana á steinþursum til að það ylli síður skemmdum á húsinu sjálfu, til dæmis veggjum þess og þakskeggi. Margar byggingar frá 19. og 20. öld skarta engu að síður steinþursum, sem eru þá aðeins til skrauts en ekki til þess að hleypa regnvatni niður á jörðina. Reyndar er hluti steinþursanna á Notre Dame-kirkjunni af þessari gerð, því arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc (1814 - 1879) bætti þeim við þegar hann gerði dómkirkjuna upp um miðja 19. öld. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hver er munurinn á dómkirkju og venjulegri kirkju? eftir HMS
- Hver byggði Eiffelturninn, hvers vegna var hann byggður og hvenær? eftir Kolbrúnu Huld Þórarinsdóttur
- Hver var Loðvík 14. Frakklandskonungur og hvað gerði hann? eftir Rannveigu Sif Kjartansdóttur og Hrafnhildi Leósdóttur
- Notre Dame-dómkirkjan á frönsku Wikipedia.
- Steinþursar á ensku Wikipedia.
- Myndin af steinþursinum er af Wikipedia.