Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?

Gunnar Þór Magnússon

Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæmum öflum.

Steinþursar (e. gargoyle, chimera) eins og þeir sem eru á Notre Dame-kirkjunni hafa verið settir á byggingar allt frá fornöld. Hugmyndin um að þeir verndi byggingarnar frá illum öndum á sennilega uppruna sinn í goðsögn frá 7. öld, sem segir frá baráttu dýrlingsins Romanus frá Rúðuborg við skrýmsli sem var kallað Gargouille eða Goji, en ásýnd þess var einmitt nógu hræðileg til að halda illum öflum fjarri.



Steinþurs frá 19. öld á Notre Dame.

Áður en að steinþursarnir fengu þetta verndunarhlutverk voru þeir samt ekki atvinnulausir, því þeir voru notaðir til að veita vatni af þökum bygginganna sem þeir stóðu á. Þakrennur sem ná alla leið til jarðar komust ekki í almenna notkun fyrr en á 18. öld, en áður var regnvatn á mikilvægum byggingum látið falla til jarðar gegnum munnana á steinþursum til að það ylli síður skemmdum á húsinu sjálfu, til dæmis veggjum þess og þakskeggi.

Margar byggingar frá 19. og 20. öld skarta engu að síður steinþursum, sem eru þá aðeins til skrauts en ekki til þess að hleypa regnvatni niður á jörðina. Reyndar er hluti steinþursanna á Notre Dame-kirkjunni af þessari gerð, því arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc (1814 - 1879) bætti þeim við þegar hann gerði dómkirkjuna upp um miðja 19. öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Gunnar Þór Magnússon

stærðfræðingur

Útgáfudagur

7.7.2009

Spyrjandi

Rósa Blöndal

Tilvísun

Gunnar Þór Magnússon. „Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=21909.

Gunnar Þór Magnússon. (2009, 7. júlí). Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=21909

Gunnar Þór Magnússon. „Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=21909>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?
Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæmum öflum.

Steinþursar (e. gargoyle, chimera) eins og þeir sem eru á Notre Dame-kirkjunni hafa verið settir á byggingar allt frá fornöld. Hugmyndin um að þeir verndi byggingarnar frá illum öndum á sennilega uppruna sinn í goðsögn frá 7. öld, sem segir frá baráttu dýrlingsins Romanus frá Rúðuborg við skrýmsli sem var kallað Gargouille eða Goji, en ásýnd þess var einmitt nógu hræðileg til að halda illum öflum fjarri.



Steinþurs frá 19. öld á Notre Dame.

Áður en að steinþursarnir fengu þetta verndunarhlutverk voru þeir samt ekki atvinnulausir, því þeir voru notaðir til að veita vatni af þökum bygginganna sem þeir stóðu á. Þakrennur sem ná alla leið til jarðar komust ekki í almenna notkun fyrr en á 18. öld, en áður var regnvatn á mikilvægum byggingum látið falla til jarðar gegnum munnana á steinþursum til að það ylli síður skemmdum á húsinu sjálfu, til dæmis veggjum þess og þakskeggi.

Margar byggingar frá 19. og 20. öld skarta engu að síður steinþursum, sem eru þá aðeins til skrauts en ekki til þess að hleypa regnvatni niður á jörðina. Reyndar er hluti steinþursanna á Notre Dame-kirkjunni af þessari gerð, því arkitektinn Eugène Viollet-le-Duc (1814 - 1879) bætti þeim við þegar hann gerði dómkirkjuna upp um miðja 19. öld.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...