Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?

Þórólfur Guðnason

Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda yfirleitt litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn.

Inflúensa er veirusjúkdómur og berst veiran á milli manna með snertingu, hósta og/eða hnerra sem snerti-, dropa- og/eða loftborið smit. Einstaklingur með inflúensu verður smitandi sólarhring áður en einkenna er vart og er smithættan mest þegar einkennin eru fyrst að koma fram.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna bólusettur.

Bóluefni til varnar inflúensu hefur verið í notkun um árabil. Í því eru hlutar af A- og B-inflúensuveirum. Bóluefnið hefur litlar aukaverkanir í för með sér en vekur upp ónæmissvörun í líkamanum sem minnkar líkur á eða kemur í veg fyrir að fólk veikist. Einnig dregur það úr veikindum hjá eldra fólki og lækkar þannig dánartíðni af völdum inflúensu og lungnabólgu sem er fylgikvilli hennar.

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að bólusettir einstaklingar smita ekki aðra. Raunar er það grunnstoð smitsjúkdómafræðinnar að einstaklingar sem eru ónæmir gegn smitsjúkdómum, hvort sem það er vegna bólusetninga eða þeir hafa smitast áður, smita ekki aðra. Á því byggist svokallað hjarðónæmi sem skýrir að stórum hluta af hverju bólusetningar útrýma smitsjúkdómum frá landsvæðum og heilu löndunum.

Hins vegar verndar inflúensubólusetning ekki alla sem eru bólusettir. Bólusetning veitir um 60-70% vernd og þeir sem veikjast þrátt fyrir bólusetningu geta því smitað aðra. Bólusetningin dregur úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar og lækkar dánartíðni.

Mynd:

Höfundur

Þórólfur Guðnason

fyrrverandi sóttvarnalæknir

Útgáfudagur

3.10.2016

Spyrjandi

Sigurður Jóhannesson

Tilvísun

Þórólfur Guðnason. „Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?“ Vísindavefurinn, 3. október 2016, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72689.

Þórólfur Guðnason. (2016, 3. október). Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72689

Þórólfur Guðnason. „Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2016. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72689>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafa rannsóknir sýnt fram á að þeir sem eru bólusettir gegn inflúensu séu ekki smitberar?
Bóluefni eru ýmist unnin úr veikluðum veirum eða bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda yfirleitt litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómnum sem bólusett er gegn.

Inflúensa er veirusjúkdómur og berst veiran á milli manna með snertingu, hósta og/eða hnerra sem snerti-, dropa- og/eða loftborið smit. Einstaklingur með inflúensu verður smitandi sólarhring áður en einkenna er vart og er smithættan mest þegar einkennin eru fyrst að koma fram.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna bólusettur.

Bóluefni til varnar inflúensu hefur verið í notkun um árabil. Í því eru hlutar af A- og B-inflúensuveirum. Bóluefnið hefur litlar aukaverkanir í för með sér en vekur upp ónæmissvörun í líkamanum sem minnkar líkur á eða kemur í veg fyrir að fólk veikist. Einnig dregur það úr veikindum hjá eldra fólki og lækkar þannig dánartíðni af völdum inflúensu og lungnabólgu sem er fylgikvilli hennar.

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að bólusettir einstaklingar smita ekki aðra. Raunar er það grunnstoð smitsjúkdómafræðinnar að einstaklingar sem eru ónæmir gegn smitsjúkdómum, hvort sem það er vegna bólusetninga eða þeir hafa smitast áður, smita ekki aðra. Á því byggist svokallað hjarðónæmi sem skýrir að stórum hluta af hverju bólusetningar útrýma smitsjúkdómum frá landsvæðum og heilu löndunum.

Hins vegar verndar inflúensubólusetning ekki alla sem eru bólusettir. Bólusetning veitir um 60-70% vernd og þeir sem veikjast þrátt fyrir bólusetningu geta því smitað aðra. Bólusetningin dregur úr alvarlegum fylgikvillum sýkingarinnar og lækkar dánartíðni.

Mynd:

...