Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Rani fíla gegnir margþættu hlutverki. Fyrst má nefna að fílar nota hann til að afla sér fæðu. Þeir brjóta með honum greinar af trjáplöntum og stinga upp í sig. Rannsóknir hafa sýnt að fílar geta lyft allt að 250 kg með rananum.
Fílar nota ranann einnig til að taka upp vatn, til drykkjar, þvotta og kælingar. Vegna þess hve þeir eru gríðastórir eiga fílar erfitt með að beygja sig niður að vatnsfleti til að drekka og því kemur raninn í góðar þarfir. Þeir sjúga vatnið upp í ranann og sprauta því síðan upp í munninn.
Þá er raninn einnig mikilvægur til tjáskipta því að fílar nota hann til að þreifa hvor á öðrum eða tjá sig á ýmsan annan hátt; sem og til að rannsaka hluti. Enn eitt dæmið um notkun ranans er þegar fílskálfur dettur ofan í skurð, þá kemur móðir hans honum til hjálpar með því að ýta honum upp úr skurðinum með rananum. Á afrískum fílum eru tvær totur á enda ranans og gagnast þær þeim til dæmis til að klóra sér. Hjá asískum fílum er totan þó aðeins ein. Af þessu má sjá að fílsraninn gagnast fílum líkt og handleggur gagnast okkur.
Fílsraninn er líka nef. Þegar fílar eru forvitnir eða nálgast eitthvað sem tortryggir þá, lyfta þeir rananum upp og þefa út í loftið. Fílar nota einnig ranann til að fleygja leðju eða ryki yfir sig og síðast en ekki síst geta þeir notað hann til varnar, enda geta höggin verið ævintýralega kraftmikil og til dæmis fleygt manneskju tugi metra.
Franski náttúrufræðingurinn Baron Cuvier (1769-1832) var mikill áhugamaður um fíla og komst að raun um að þetta merkilega líffæri hefur alls um 40 þúsund vöðva. Til samanburðar má geta þess að í öllum mannslíkamanum eru rúmlega 600 vöðvar. Fílsraninn er svo næmur og nákvæmur að fíll getur tekið upp krónupening af jafnsléttri jörð.