Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1352 svör fundust
Hvað þýðir orðið gerpi í raun og veru og hver er uppruni þess?
Í fornu máli var til lýsingarorðið gerpilegur í merkingunni ‛garpslegur, vænlegur’. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, 4. kafla, stendur til dæmis: at ráð þitt var gerpiligt, þá er þú vart með goðorð Þorsteins ok veittir mörgum bæði í fjártillögum ok málafylgjum, en nú gefr þér glámsýni … Einnig kemur fyri...
Hver er uppruni hinnar miklu eldvirkni Íslands?
Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum en eldvirkni gætir einnig utan flekamótanna og þá helst á heitum reitum. Hin mikla eldvirkni á Íslandi skýrist að miklu leyti af því að landið er bæði á flekamörkum og á heitum reit. Ármann Höskuldsson útskýrir þetta ágætlega í svari við spurningunni A...
Hvað er mannakorn?
Orðið mannakorn er notað um litla miða með völdum tilvitnunum í Biblíuna. Elst dæmi um notkun orðsins er úr tímaritinu Bjarma frá 1915. Þar stendur:„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, pren...
Hvað geta hundar orðið gamlir?
Það fer eftir kyni eða afbrigði hversu háum aldri hundar ná. Smærri hundar hafa tilhneigingu til þess að verða eldri en þeir sem eru stærri. Þannig verða smáhundar oft 15-16 ára, meðalstórir og stórir hundar ná gjarnan 10-13 ára aldri en allra stærstu hundakynin verða yfirleitt ekki nema 7-8 ára. Flestir hundar...
Hvað eru egg sílamáva lengi að klekjast út?
Sílamávar (Larus fuscus) verpa oftast þremur eggjum í júní eða júlí. Eggin eru yfirleitt grá-brúnröndótt en stundum rauðbrúnleit eða mosagræn. Eggin klekjast út á 24–27 dögum og eftir það eru ungarnir 30–40 daga í hreiðrinu. Sílamávur (Larus fuscus). Sílamávar eru farfuglar á Íslandi. Á veturna eru þeir í Ma...
Af hverju segja sumir „sjáustum“ en ekki „sjáumst“?
Í fornu máli var ending fyrstu persónu eintölu í miðmynd –umsk, köllumsk en ending 3. persónu –st, kallast. Á 14. öld fór að verða vart þeirrar breytingar að í fyrstu persónu var tekin upp ending þriðju persónu, kallast. Þetta eru talin norsk áhrif sem komu fyrst fram í tilteknu málsniði. Þessi breyting breiddist ...
Er íslenskt rúnaletur á skartgripum sem sumar verslanir selja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum? Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með...
Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er mögulegt að orðið „dandalast“ sé komið frá Enrico Dandolo, sem að var blindur og reið hesti í slagtogi með krossförum til Konstantínópel? Þegar hefur verið skrifað um sögnina að dandalast á Vísindavefnum (sjá svar saman höfundar við spurningunni Hvaðan er orðið "danda...
Hvernig draga menn seiminn?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það? Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er...
Hvað getið þið sagt mér um rímur?
Rímur eru sérstök tegund íslenskra söguljóða. Þær eiga rætur að rekja til síðari hluta miðalda en rímnaformið kom fram á 14. öld og var fullmótað á þeirri 15. Alla tíð síðan hafa menn kveðið rímur án þess að verulegar breytingar yrðu á þeim. Í rímunum er sögð saga. Skáldin semja ekki söguna heldur endursegja ha...
Af hverju eru mandarínur bara seldar á jólunum?
Í hugum margra eru mandarínur nátengdar jólunum en það er þó ekki svo að þær séu aðeins fáanlegar um það leyti árs. Mandarínur eru seldar allt árið um kring en vissulega verður meira um þær í kringum jólin. Ástæðan er sú að þá kemur á markaðinn fyrsta uppskera frá Spáni sem venjulega þykir vera sú besta, en uppske...
Hvað gætum við sparað mikla orku ef allir Íslendingar notuðu sparperur í stað glópera?
Sparperur nota mun minni orku til að gefa svipað ljósmagn og glóperur. Þannig er til dæmis 11W sparpera ígildi 60W glóperu, munurinn er því 49W. Lýsing er hinsvegar fjölbreytt og erfitt að segja hversu margar glóperur eru í notkun á Íslandi. Til þess að fá einhverja hugmynd um orkusparnaðinn sem mögulega væri...
Hver bjó til peningakerfið og af hverju er pappír notaður í stað til dæmis silfurs?
Ekki er hægt að segja með fullri vissu hver fann upp peningakerfið. Það fer líka eftir því hvernig við skilgreinum hugtakið peningakerfi. Eftir því sem verkaskipting varð meiri fóru menn í meira mæli að skiptast á vörum. En verkaskipting, þar sem menn sérhæfa sig á mismunandi sviðum, kallar á viðskipti. Vöruskipti...
Hvað er klappað og klárt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"? Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snem...
Hvaða hött er átt við þegar eitthvað er 'út í hött'?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Af hverju er orðatiltækið „út í hött“ dregið? Samkvæmt Ásgeiri Blöndal Magnússyni er orðið höttur í orðasamböndum eins og svara (líta) út í hött 'út í bláinn' og að vera á höttunum eftir einhverju 'reyna að ná í eitthvað, svipast um eftir einhverju' þekkt frá því á 1...