En hvað eru 60 milljón kWst? 60 milljónir kWst á ári samsvarar árlegri raforkuframleiðslu 18 Elliðaárvirkjana eða heildarraforkunotkun 13.000 íslenskra heimila eða árlegri raforkunotkun um 40 þúsund Mitsubishi i-Miev rafbíla. Það er því eftir miklu að slægjast með raforkusparnaði í lýsingu. Einnig er mikilvægt að benda á að sparnaður í lýsingu léttir töluvert á raforkukerfi Íslands þar sem mesta lýsingin er þegar framleiðsla vatnsaflsvirkjana er í lágmarki. Loks má geta þess að í krónum talið er sparnaðurinn umtalsverður. Á vef Orkuseturs er reiknivél sem nota má til þess að sjá mun á kostnaði við að nota sparperur og glóperur. Ef tíu 60W glóperum væri skipt út fyrir sama fjölda af 11W sparperum mætti spara 4.829 kr á ári miðað við þær forsendur sem notaðar eru á vefnum. Ef öll heimili landsins gerðu þetta, þá væri upphæðin um það bil 531.190.000 kr. (110.000 heimili x 4.829 kr.). Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvers vegna springa ljósaperur?
- Hvers vegna kviknar strax ljós þegar ýtt er á takka?
- Hver fann upp ljósaperuna?