Er til eitthvað sem heitir íslenskt rúnaletur, til dæmis eins og sumar skartgripaverslanir segjast vera með á gripum?Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok þjóðveldisins verður munurinn þó smám saman meiri og séríslenskar rúnamyndir verða algengari.

Þessar rúnir voru í norska/íslenska rúnaletrinu á 10. og 11. öld. Síðasta rúnin, y, er aðeins þekkt í einni ristu á Íslandi.
- Þórgunnur Snædal. 2011. „Rúnum ristir gripir frá Alþingisreitnum og Urriðakoti.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 167-185. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.
- Þórgunnur Snædal. 2003. „Rúnaristur á Íslandi.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 5-68. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík.
- Þórgunnur Snædal. 2011. „Rúnum ristir gripir frá Alþingisreitnum og Urriðakoti.“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, bls. 178. Hið íslenzka fornleifafélag, Reykjavík. Myndin er lítillega aðlöguð af ritstjórn Vísindavefsins.