„Gimsteinar biblíunnar“ eða „Mannakorn“ hefir útgefandinn, hr. Sigurjón Jónsson, afgreiðslum. »Æskunnar«, sent Bjarma til umsagnar. Það eru „730 ritningarstaðir“, prentaðir á pappír, sem límdur er á pappaspjöld. Miðana má svo klippa úr spjaldinu, hvern fyrir sig, og geyma í öskju eða stokki. Miðarnir eru svo notaðir á þann hátt, að dreginn er einn og einn, og síðan er flett upp i biblíunni þeim ritningarstað, sem á honum stendur. Þessir miðar eru algengir erlendis hjá kristnu fólki og hafa orðið mörgum manni til blessunar, þar sem orðinu hefir verið réttilega viðtaka veitt. (bls. 192)Uppruni þess háttar útgáfu á ritningarstöðum sem hér er lýst mun eiga uppruna sinn í Þýskalandi. Í skeyti til undirritaðrar frá Einari Sigurbjörnssyni, prófessor í guðfræði, stendur að mannakorn muni hafa borist hingað frá Noregi eða Danmörku en uppruni þeirra hafi verið hjá svokölluðum Bræðrasöfnuði í Herrnhut sem Zinsendorf greifi skipulagði. Hann hóf árið 1731 útgáfu á bæklingi sem hann nefndi Die Losungen og hefur komið út árlega síðan. Í Losungen er eitt ritningarvers fyrir hvern dag ársins og kemur nýr bæklingur út árlega. Herrnhútar höfðu töluverð áhrif í Danmörku á 18. öld og nutu forréttinda og stóðu meðal annars fyrir kristniboði til Grænlands (Hans Egede).
- en.wikipedia.org - Bible. Sótt 16.5.2012.