Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1559 svör fundust
Hver verður líkleg staða jökla hérlendis eftir 50 ár miðað við óbreytta þróun?
Haldist loftslag næstu 50 ár svipað því sem var að meðaltali á 20. öld verða jöklar á Íslandi minni um miðja 21. öld en þeir eru nú - bæði að flatar- og rúmmáli. Fannir og margir smáir daljöklar til fjalla munu hverfa, en stóru hveljöklarnir (Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull) verða enn á sínum...
Hvers vegna eru helstu afbrot kvenna búðaþjófnaður?
Samkvæmt opinberum gögnum eru afbrot kvenna yfirleitt minni háttar auðgunarbrot eins og hnupl, þjófnaður og skjalafals, eða brot án eiginlegs þolanda, eins og vændi eða fíkniefnaneysla. Karlar eru hins vegar ráðandi í ofbeldisbrotum, meiri háttar auðgunarbrotum og ekki síst í viðskipta- og stjórnmálatengdum glæpum...
Hvernig er jafnan um flatarmál hrings sönnuð?
Oft er um margar leiðir að velja til að sanna mikilvægar niðurstöður í stærðfræði, og svo er einnig hér. Við veljum eftirfarandi aðferð: Skiptum hring með geisla (radía) r í geira út frá miðju á sama hátt og þegar hringlaga terta er skorin í tertuboði, utan hvað við höfum geirana mjög litla; látum stærð þeirra ...
Hvað eru margir gullernir eftir í heiminum?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hvað eru gullernir stórir? Gullörninn (Aquila chrysaetos) er meðal kunnustu stórarna heimsins enda er hann mjög útbreiddur. Heimkynni hans ná yfir stóran hluta Evrasíu en gullernir finnast einnig í Norður-Afríku og í Norður-Ameríku, aðallega í vesturhluta álfunnar, frá Alaska ...
Hvað hlaupa tígrisdýr hratt?
Líkt og aðrir kettir eru tígrisdýr afar spretthörð en ekki sérlega úthaldsgóð og geta því aðeins haldið hámarkshraða í fáar sekúndur. Rannsóknir benda til þess að tígrisdýr nái allt að 56 km hraða á klukkustund. Þegar þau hlaupa stökkva þau jafnframt og geta þessi stökk orðið allt að þriggja metra löng. Veg...
Hvaða málmur leiðir best?
Silfur (Ag) hefur hæsta rafleiðni málma við staðalskilyrði. Rafleiðni málma er mælikvarði á hversu greiðlega rafeindir ferðast um málminn milli punkta sem haldið er við mismunandi rafspennu. Því meira sem rafviðnám (mælieining: Ohm) málmsins er því minni er leiðnin. Leiðni er því skilgreind í öfugu hlutfalli vi...
Af hverju eru alltaf tíu pylsur í pakka en aðeins fimm brauð?
Það er ekki alls kostar rétt hjá spyrjanda að pylsur séu alltaf tíu saman í pakka því einnig er hægt að fá minni pakka sem innihalda aðeins fimm pylsur, alla vega frá sumum framleiðendum. Þar sem flestir borða saman eina pylsu og eitt pylsubrauð er því rökrétt að selja fimm brauð saman, en einn pakki af brauðum du...
Hvaða áhrif hefur hláturgas á menn?
Hláturgas eða glaðgas kallast á máli efnafræðinnar dínitureinildi eða díniturmonoxíð. Efnatákn þess er N2O. Glaðgas lætur manni líða mjög vel og léttir af áhyggjum. Það er meðal annars notað í tannlækningum og skurðaðgerðum til staðdeyfingar eða svæfinga og einnig við deyfingu mæðra í hríðum. Glaðgasið er blan...
Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?
Upplausnarmörk eru tengd öldulengd (λ) ljóssins sem notað er við myndyfirfærslu. Ljósið getur ekki flutt upplýsingar um breytingar á áferð yfirborðs á lengdarkvarða sem er minni en öldulengd. Ef við gætum valið að vild öldulengd ljóss sem notað er við speglun kæmum við að upplausnarmörkum sem er fjarlægð m...
Er meira áfengi í bjórfroðu en í bjórnum sjálfum?
Froðurannsóknir í bjór eru erfiðar þar sem froðan er síbreytileg. Þéttni froðunnar er mun minni en bjórsins en þó er vitað að froðan hefur nokkurn veginn sömu samsetningu og bjórinn sjálfur. Hlutfall prótína og humlaefna er þó eitthvað hærra í froðunni því hún er að einhverju leyti vatnsfælin (e. hydrophobic). Vat...
Hversu heitt er á Plútó?
Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó. Í ...
Af hverju kemur aska frá eldfjalli?
Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbr...
Hver er stærsti tannhvalur í heimi?
Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið sta...
Hver er munurinn á asna og múlasna?
Munurinn á asna (Equus africanus asinus) og múlasna er einfaldlega sá að asni er tegund hestdýra en múlasni er blendingur hests og esnu (kvendýr asna). Á ensku nefnast þessi dýr hinny. Múlasni er blendingur hests og esnu. Múlasni líkist venjulega móðurinni að líkamsstærð en er með kröftugan fótaburð og tagl...
Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Hér er verið að vísa til skuldabréfs sem gefið var út sem hluti af uppgjöri milli gamla Landsbankans (þrotabúsins) og nýja Landsbankans. Þegar nýi Landsbankinn var stofnaður þá fékk hann afhentar ýmsar eignir sem höfðu verið í eigu gamla Landsbankans, fyrst og fremst...