Vegna takmarkaðs úthalds kjósa tígrisdýr, eins og aðrir kettir, að læðast að bráðinni og ráðast á hana úr launsátri. Þannig reyna þau að forðast mikinn eltingaleik því slíkt er ávísun á misheppnaða veiðiferð. Reyndar er það svo að langflestar veiðitilraunir tígrisdýra misheppnast, en talið er að aðeins ein af hverjum tíu tilraunum beri árangur. Það er því ekki að undra að tígrisdýr líkt og aðrir kettir (nema blettatígur) velji sér næturhúmið til veiða, því líkurnar á að komast nálægt bráðinni áður en hún verður vör við aðsteðjandi hættu eru mun meiri í náttmyrkri en í dagsljósi. Frekara lesefni eftir sama höfund á Vísindavefnum:
- Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?
- Hvar lifa tígrisdýr í heiminum?
- Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?
- Hvað er hægt að gera til að bjarga tígrisdýrum frá útrýmingarhættu?
- Hvað eru til margar tegundir af stórum kattardýrum?
- Eru til tígrisdýr sem eru minni en ljón?
- Hefur tveimur dýrategundum verið blandað saman? Ef svo er, hvaða tegundum?