Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?

Jón Már Halldórsson

Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina.



Tígrisdýr að elta bráð.

Tígrisdýr lifa í þéttum skógum og þrátt fyrir stærðina fara þau mjög hljóðlega um. Þau hafa frekar lítið úthald og gefast þess vegna fljótlega upp ef þau lenda í eltingarleik við fótfrá hjartardýr eða villisvín. Tígrisdýrin eru röndótt og eiga auðvelt með að dyljast í háu grasi eða skóglendi.

Erfitt hefur reynst að ljósmynda villt tígrisdýr og á Veraldarvefnum er ekki að finna margar myndir af þeim á veiðum. Margar bækur hafa verið gefnar út um tígrisdýr og þar er oft að finna fallegar ljósmyndir af þessum tignarlegu dýrum.

Á Vísindavefnum er að finna svör við fjölmörgum spurningum um tígrisdýr, meðal annars: Mynd: Fotosearch

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.3.2004

Spyrjandi

Hilmar Pálsson, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4104.

Jón Már Halldórsson. (2004, 30. mars). Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4104

Jón Már Halldórsson. „Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4104>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig veiða tígrisdýr? Getið þið sýnt mér mynd af tígrisdýri á veiðum?
Tígrisdýr (Panthera tigris) veiða úr launsátri líkt og flest önnur kattardýr. Tígurinn reynir að læðast sem næst bráðinni og þegar hann er í fárra metra fjarlægð frá henni, tekur hann á sprett, stekkur á bráðina og reynir að ná tökum á hálsi hennar með vígtönnunum til að bíta í sundur hálsliðina.



Tígrisdýr að elta bráð.

Tígrisdýr lifa í þéttum skógum og þrátt fyrir stærðina fara þau mjög hljóðlega um. Þau hafa frekar lítið úthald og gefast þess vegna fljótlega upp ef þau lenda í eltingarleik við fótfrá hjartardýr eða villisvín. Tígrisdýrin eru röndótt og eiga auðvelt með að dyljast í háu grasi eða skóglendi.

Erfitt hefur reynst að ljósmynda villt tígrisdýr og á Veraldarvefnum er ekki að finna margar myndir af þeim á veiðum. Margar bækur hafa verið gefnar út um tígrisdýr og þar er oft að finna fallegar ljósmyndir af þessum tignarlegu dýrum.

Á Vísindavefnum er að finna svör við fjölmörgum spurningum um tígrisdýr, meðal annars: Mynd: Fotosearch...