Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kemur aska frá eldfjalli?

JGÞ

Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos?

Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbráð kemur upp á yfirborðið og freyðir og sundrast. Kvikan freyðir þegar eldfjallagufur, aðallega vatn, losna úr henni og þenjast út við það að þrýstingur minnkar. Þessu má líkja við það sem gerist þegar gosflaska er opnuð, þá minnkar þrýstingurinn og koltvísýringurinn freyðir. Gosaskan sem verður til kólnar svo hratt að hún storknar sem gler.



Eyjafjallajökull svartur af ösku, Gígjökull fremst.

Öskumyndun í eldgosum er aðallega af völdum vatns. Svonefnt basalt inniheldur lítið vatn (um hálft prósent) en í súrri bráð getur vatnið verið yfir 5%. Þess vegna myndast aska í súrri bráð en yfirleitt minni í basaltgosum. Það fer síðan líka eftir því hversu mikið vatn bráðin tekur í sig á leið til yfirborðsins hvort öskumyndun verður mikil. Gos sem verða undir jökli valda þess vegna mikilli ösku.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Eyþór, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju kemur aska frá eldfjalli?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59194.

JGÞ. (2011, 1. apríl). Af hverju kemur aska frá eldfjalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59194

JGÞ. „Af hverju kemur aska frá eldfjalli?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59194>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur aska frá eldfjalli?
Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos?

Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbráð kemur upp á yfirborðið og freyðir og sundrast. Kvikan freyðir þegar eldfjallagufur, aðallega vatn, losna úr henni og þenjast út við það að þrýstingur minnkar. Þessu má líkja við það sem gerist þegar gosflaska er opnuð, þá minnkar þrýstingurinn og koltvísýringurinn freyðir. Gosaskan sem verður til kólnar svo hratt að hún storknar sem gler.



Eyjafjallajökull svartur af ösku, Gígjökull fremst.

Öskumyndun í eldgosum er aðallega af völdum vatns. Svonefnt basalt inniheldur lítið vatn (um hálft prósent) en í súrri bráð getur vatnið verið yfir 5%. Þess vegna myndast aska í súrri bráð en yfirleitt minni í basaltgosum. Það fer síðan líka eftir því hversu mikið vatn bráðin tekur í sig á leið til yfirborðsins hvort öskumyndun verður mikil. Gos sem verða undir jökli valda þess vegna mikilli ösku.

Heimild og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...