Í svari við spurningunni Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna? eftir Þorstein Þorsteinsson er stutt yfirlit yfir hnöttinn. Þar segir meðal annars:
Þvermál Plútó er 2300 km og er hann því heldur minni en tungl jarðar. Eðlismassi hans er að meðaltali nálægt 2 g/cm3 og er talið að hann sé úr grjóti að 60 hundraðshlutum. Afgangurinn er talinn vera ís af ýmsum gerðum og þá einkum frosið nitur (köfnunarefni), en einnig nokkuð af frosnu vatni, metani og kolmónoxíði (kolsýringi, CO).Í sama svari er einnig talað um braut Plútó og kemur þar fram að það tekur Plútó 248 ár að fara eina umferð um sól. Á Vísindavefnum eru mörg svör um Plútó og önnur fyrirbæri í geimnum, til dæmis við spurningunum:
- Braut Plútós sker braut Úranusar og Neptúnusar. Gætu þessar reikistjörnur þá ekki rekist hver á aðra? eftir Einar Örn Þorvaldsson og Þorstein Vilhjálmsson
- Ef maður kæmist á ljóshraða hvað væri maður lengi frá sólinni til Plútó? eftir EDS
- Af hverju er Plútó ekki lengur talin reikistjarna? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar? eftir Sævar Helga Bragason
- Hvað er Plútó mörg jarðár að fara í kring um sólina?