Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða málmur leiðir best?

Ágúst Kvaran

Silfur (Ag) hefur hæsta rafleiðni málma við staðalskilyrði.

Rafleiðni málma er mælikvarði á hversu greiðlega rafeindir ferðast um málminn milli punkta sem haldið er við mismunandi rafspennu. Því meira sem rafviðnám (mælieining: Ohm) málmsins er því minni er leiðnin. Leiðni er því skilgreind í öfugu hlutfalli við rafviðnám og hefur eininguna 1/Ohm eða Ohm-1 og er gefið heitið siemens og bókstafstáknið S.

Til að hægt sé að bera saman leiðni mismunandi málma verður að miða hana við tiltekna einingalengd (til dæmis metra). Leiðni sem gefin er upp á þennan hátt miðast svo aftur við ákveðna flatareiningu málmsins (til dæmis fermetra). Þegar þetta er gert kemur í ljós að silfur hefur hæsta leiðni allra málma við staðalskilyrði (einnar loftþyngdar þrýsting og stofuhita), eða 63,01 • 106 S/m. Kopar og gull koma þar á eftir.


Silfur

Innbyrðis titringur atóma málma hefur hamlandi áhrif á rafleiðni og titringsorka atóma vex með hitastigi. Því er rafleiðni hitastigsháð. Rafleiðni málma og ýmissa annarra efna getur aukist verulega við minnkandi titring atóma efnisins samfara kælingu. Við ofurkælingu niður í alkul fæst lágmarkstitringur atóma. Við slíkar aðstæður getur rafviðnám orðið hverfandi og viðkomandi efni því orðið ofurleiðandi. Fjölmargir málmar eru gæddir þessum eiginleikum. Þó gildir það ekki um þá málma sem mesta rafleiðni hafa við stofuhita, það er silfur, kopar og gull.

Heimildir og mynd

Höfundur

Ágúst Kvaran

prófessor emeritus í eðlisefnafræði við HÍ

Útgáfudagur

29.12.2005

Spyrjandi

Ingimar Kristjánsson

Tilvísun

Ágúst Kvaran. „Hvaða málmur leiðir best?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5524.

Ágúst Kvaran. (2005, 29. desember). Hvaða málmur leiðir best? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5524

Ágúst Kvaran. „Hvaða málmur leiðir best?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5524>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða málmur leiðir best?
Silfur (Ag) hefur hæsta rafleiðni málma við staðalskilyrði.

Rafleiðni málma er mælikvarði á hversu greiðlega rafeindir ferðast um málminn milli punkta sem haldið er við mismunandi rafspennu. Því meira sem rafviðnám (mælieining: Ohm) málmsins er því minni er leiðnin. Leiðni er því skilgreind í öfugu hlutfalli við rafviðnám og hefur eininguna 1/Ohm eða Ohm-1 og er gefið heitið siemens og bókstafstáknið S.

Til að hægt sé að bera saman leiðni mismunandi málma verður að miða hana við tiltekna einingalengd (til dæmis metra). Leiðni sem gefin er upp á þennan hátt miðast svo aftur við ákveðna flatareiningu málmsins (til dæmis fermetra). Þegar þetta er gert kemur í ljós að silfur hefur hæsta leiðni allra málma við staðalskilyrði (einnar loftþyngdar þrýsting og stofuhita), eða 63,01 • 106 S/m. Kopar og gull koma þar á eftir.


Silfur

Innbyrðis titringur atóma málma hefur hamlandi áhrif á rafleiðni og titringsorka atóma vex með hitastigi. Því er rafleiðni hitastigsháð. Rafleiðni málma og ýmissa annarra efna getur aukist verulega við minnkandi titring atóma efnisins samfara kælingu. Við ofurkælingu niður í alkul fæst lágmarkstitringur atóma. Við slíkar aðstæður getur rafviðnám orðið hverfandi og viðkomandi efni því orðið ofurleiðandi. Fjölmargir málmar eru gæddir þessum eiginleikum. Þó gildir það ekki um þá málma sem mesta rafleiðni hafa við stofuhita, það er silfur, kopar og gull.

Heimildir og mynd

...