Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf?

Gylfi Magnússon

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Hér er verið að vísa til skuldabréfs sem gefið var út sem hluti af uppgjöri milli gamla Landsbankans (þrotabúsins) og nýja Landsbankans. Þegar nýi Landsbankinn var stofnaður þá fékk hann afhentar ýmsar eignir sem höfðu verið í eigu gamla Landsbankans, fyrst og fremst þær sem tengdust innlendri starfsemi gamla bankans. Nýi Landsbankinn tók einnig við hluta af skuldum þess gamla, meðal annars innlendum innlánum hans. Skuldirnar sem færðust yfir voru þó talsvert minni en eignirnar og var skuldabréfinu ætlað að jafna það út.

Eignirnar voru af ýmsu tagi, fyrst og fremst lán gamla bankans til innlendra aðila en líka öll útibúin, tölvukerfin, listaverkasöfnin og því um líkt.

Þegar nýi Landsbankinn var stofnaður þá fékk hann ýmsar eignir sem höfðu verið í eigu gamla Landsbankans. Fyrst og fremst lán gamla bankans til innlendra aðila en líka öll útibúin, tölvukerfin og listaverkasöfnin. Mósaíkmyndin Konungssæmd eftir Nínu Tryggvadóttur er veggmynd í húsnæði Landsbankans.

Ítarefni:
  • Hér er umfjöllun um stofnaefnahagsreikning nýja Landsbankans og neðst í fréttinni er meðal annars vísað á ýmis skjöl.
  • Hér er síðan lýsing Fjármálaeftirlitsins á aðferðafræðinni við mat á eignum og skuldum gömlu bankanna.

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.10.2015

Spyrjandi

Jón Ingólfur Magnússon

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf?“ Vísindavefurinn, 20. október 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70582.

Gylfi Magnússon. (2015, 20. október). Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70582

Gylfi Magnússon. „Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70582>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Hér er verið að vísa til skuldabréfs sem gefið var út sem hluti af uppgjöri milli gamla Landsbankans (þrotabúsins) og nýja Landsbankans. Þegar nýi Landsbankinn var stofnaður þá fékk hann afhentar ýmsar eignir sem höfðu verið í eigu gamla Landsbankans, fyrst og fremst þær sem tengdust innlendri starfsemi gamla bankans. Nýi Landsbankinn tók einnig við hluta af skuldum þess gamla, meðal annars innlendum innlánum hans. Skuldirnar sem færðust yfir voru þó talsvert minni en eignirnar og var skuldabréfinu ætlað að jafna það út.

Eignirnar voru af ýmsu tagi, fyrst og fremst lán gamla bankans til innlendra aðila en líka öll útibúin, tölvukerfin, listaverkasöfnin og því um líkt.

Þegar nýi Landsbankinn var stofnaður þá fékk hann ýmsar eignir sem höfðu verið í eigu gamla Landsbankans. Fyrst og fremst lán gamla bankans til innlendra aðila en líka öll útibúin, tölvukerfin og listaverkasöfnin. Mósaíkmyndin Konungssæmd eftir Nínu Tryggvadóttur er veggmynd í húsnæði Landsbankans.

Ítarefni:
  • Hér er umfjöllun um stofnaefnahagsreikning nýja Landsbankans og neðst í fréttinni er meðal annars vísað á ýmis skjöl.
  • Hér er síðan lýsing Fjármálaeftirlitsins á aðferðafræðinni við mat á eignum og skuldum gömlu bankanna.

Mynd:...