Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1189 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan eru orðatiltækin „að gefa undir fótinn“ og „að bíta hausinn af skömminni“ komin?

Orðasambandið að gefa e-u eða e-m undir fótinn er notað í fleiri en einni merkingu. Það getur merkt að 'vekja vonir hjá e-m um e-ð, hvetja til e-s, gefa e-ð í skyn' og það getur líka merkt 'að stíga í vænginn við e-n eða e-ja, reyna við e-n eða e-ja'. Hugsunin að baki er líklegast sú að menn gefa oft merki með...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?

Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?

Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef ljóshraði er eins fljótur og maður smellir verður þá einhvern tímann hægt að hlaupa á ljóshraða?

Samkvæmt afstæðiskenningu Einsteins getur hvorki massi né orka farið hraðar en ljósið. Til þess að auka hraða hluta þarf orku. Hlutfallslega mjög mikla orku þarf til að auka hraða hluta þannig að þeir nálgist umtalsvert brot af ljóshraðanum. Um þetta gildir jafna Einsteins sem flestir þekkja:E = m c2 E táknar í j...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig varð klukkan til?

Einfaldasta gerðin af klukku varð til þegar menn ráku lóðrétt prik í jörðina og gátu þá fylgst með því hvernig skugginn af því breyttist yfir daginn. "Klukkur" af þessu tagi kallast sólsprotar. Í fornöld notuðu menn einnig vatnsklukku og stundaglas til að mæla tímann. Hægt er að lesa um þessi áhöld í svari Þors...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru krókódílar árásargjarnir?

Krókódílar eru rándýr, það er að segja kjötætur, og sýna árásargirni þar sem þeir þurfa að veiða sér til matar. Venjist svo krókódílar að þiggja mat frá mönnum búa þeir til tengingu milli manna og fæðu, sem eykur líkur þess að þeir ráðist á menn; hið sama gildir um fjölmörg rándýr. Stundum þurfa kvendýrin að vernd...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaðan komu pokadýrin?

Spendýrum er oftast skipt í þrjá undirflokka; legkökudýr, pokadýr og nefdýr. Lengi var talið að pokadýr ættu rætur sínar að rekja til Norður-Ameríku snemma á krítartímabilinu, fyrir meira en 100 milljónum árum. Þá töldu menn að frumpokadýr (Metatheria) hefði kvíslast frá frumlegkökudýrum (Eutheria). Á þeim tíma va...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru kommúnistaríki heimsins mörg?

Ekki er alltaf einfalt að segja hvenær kommúnistar, eða fylgjendur hvaða stjórnmálahugsjónar sem er, stjórna tilteknu landi, og auk þess er slíkt oft ekki sérlega varanlegt. Það er nokkuð ljóst hvaða flokkur fer með völd í eins flokks kerfi en málið vandast oft í fjölflokkakerfum, til dæmis ef forseti landsins er...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er dægurvilla og hve útbreitt er fyrirbærið?

Dægurvilla er líkamleg og andleg vanlíðan vegna ferðalags milli tímabelta (í vestur- eða austurátt) sem raskar dægursveiflu líkamans. Dægursveifla líkamans er líkamsstarfsemi sem endurtekur sig á 24 klukkustunda fresti, svokölluð líkamsklukka. Næstum allir lífeðlisfræðilegir ferlar líkamans hafa takt eða mynst...

category-iconJarðvísindi

Hvað er jökull?

Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram undan þunga sínum. Jöklar þekja tíunda hluta af þurrlendi jarðar og sumir þeirra eru mörg þúsund ára. Á þeim búa engir menn en jöklar hafa mikil áhrif á líf á landi, í hafinu og loftinu sem umlykur jörðina. Jökull er ís sem er svo þykkur að hann skríður fram ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?

Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?

Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu langt frá jörðu er þyngdarleysi?

Við höfum þegar svarað ýmsum spurningum um þyngdarleysi og má finna svörin með því að setja það orð inn í leitarvél Vísindavefsins hér efst á vefsíðunni. Hér lítum við svo á að hér sé átt við þyngdarleysi í þeirri merkingu að þyngdarsvið sé 0, það er að segja að enginn þyngdarkraftur verki á hlut á viðkomandi ...

category-iconTrúarbrögð

Hversu fjölmennt er Amish-fólkið?

Amish-fólkið er ein grein af trúarhreyfingu mótmælenda sem kallast mennonítar. Mennonítar aftur á móti spruttu upp úr trúarhreyfingu sem aðhylltist kenningar endurskírenda (anabaptista) og kom fram kringum siðaskiptin í Evrópu. Endurskírenda-hreyfingin aðhylltist meðal annars fullorðinsskírn en ekki barnaskírn og ...

Fleiri niðurstöður