Árið 2003 fannst hins vegar steingervingur í Kína sem gefur vísbendingar um að fyrstu pokadýrin hafi þróast í Asíuhluta Laurasíu og síðar dreifst vestur þangað sem Norður-Ameríka er nú. Steingervingurinn sem kalla má kínaposu (Sinodelphys szalayi) er talinn vera 125 milljón ára gamall.
Kínaposan var lítið, liðugt rándýr sem talið er að hafi veitt orma og skordýr og ferðast um skóginn með því að hoppa milli trjágreina. Þessi ótrúlega vel varðveitti steingervingur vakti mikla athygli í vísindaheiminum því ekki höfðu áður fundist pokadýrasteingervingar á þessum slóðum. Þeir elstu sem áður höfðu fundist voru í Norður-Ameríku, um 15–20 milljón árum yngri en Kínaposan. Fyrstu pokadýrin komu þess vegna líklega fram í Asíuhluta Laurasíu. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Til hvers nota pokadýr pokann sinn?
- Búa pokadýr aðeins í Ástralíu?
- Hver er skyldleiki kengúra við aðrar tegundir og hvernig þróuðust þær?
- Frith, H.J. & J.H. Calby. 1969. Kangaroos. Cheshire F.W. (ritstj.). Melbourne.
- Luo, Z.X., Ji, Q., Wible, J.R. & Yuan, C.X. 2003. An early Cretaceous tribosphenic mammal and metatherian evolution. Science 302. 1934–1940.
- Macdonald, D. (ritstj.). 2001. The Encyclopedia of Mammals. Oxford, Oxford University Press.
- Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
- Mynd af kínaposu: Sinodelphys á Wikipedia.