Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2182 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað græða plöntur á því að framleiða ávexti sem falla síðan til jarðar?

Ávöxtur eða aldin er sá hluti plöntunnar sem geymir fræið. Hlutverk aldina er að stuðla að dreifingu fræja og auka þannig lífslíkur afkvæma plöntunnar. Aldin myndast úr egglegi blóms. Eftir frjóvgun tútnar egglegið út og verður að aldini en eggbúið verður að fræi. Dreifing fræjanna fer síðan eftir ýmsum þáttum...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getið þið sagt mér um örnefnið Nollur?

Örnefnið Nollur er þekkt sem nafn á þremur stöðum í Þingeyjarsýslu: Bæjarnafn í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Nafnið er ritað Gnollur („af gnoll“) í Auðunarmáldögum 1318 (Íslenskt fornbréfasafn II:447). Eyðikot við Mývatn, einnig Nollsel (Þorvaldur Thoroddsen, Ferðabók I:288). Hvorttveggja segir hann ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær fóru Íslendingar að tala um karamellur?

Orðið karamella hefur verið notað hérlendis að minnsta kosti frá því í upphafi 20. aldar. Í Morgunblaðinu 28. desember 1913 var verið að skammast út í orðið og þá var skrifað: "Karamellur." Þetta ótætis orð, sem fyrir nokkrum árum var að eins þekt af örfáum reykvískum sætindabelgjum sem ill danska, gjörir nú kr...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?

Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?

Orðanefnd lækna hefur nýlega samþykkt að taka upp heitið kórónuveira fyrir þá fjölskyldu veira sem kallast á ensku coronavirus (ft. coronaviruses) en eldra heiti á henni var kransveira (Íðorðasafn lækna 1986). Heitið vísar í byggingu veirunnar en hún er hringlaga og út úr henni standa oddar og það minnir á kórónu....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig var dýralífið á ísöldunum?

Á síðustu 1,6 milljón árum hafa gengið yfir jörðina fjögur meiriháttar jökulskeið. Það síðasta, sem nefnist Wurm-jökulskeiðið, stóð í um 60 þúsund ár og endaði fyrir rúmum 10 þúsund árum. Ómögulegt er að gera tæmandi grein fyrir allri dýrafánu þessara jökulskeiða og verður þess í stað fjallað lauslega um þau dýr s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefn...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli, jötni og risa?

Í heild sinni hljómaði spurningin svona: Hver er munurinn á trölli, jötni og risa? Í Þýskalandi og víða eru tröll dvergvaxin og ljót en hér eru stór (sbr. tröllvaxinn). Vanalega er gerður greinarmunur á hugtökunum jötunn, tröll og risi, þó að vissulega skarist merking þeirra og skil geti verið óljós. Þannig til...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um útburð barna í heiðni á Íslandi?

Þrátt fyrir skort á ritheimildum frá heiðnum tíma á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum er sú skoðun ríkjandi meðal fræðimanna að útburður á börnum hafi verið stundaður í norrænum samfélögum í heiðni. Heimildir um útburðinn sem fræðimenn styðjast við eru Íslendingabók og Íslendingasögur og -þættir, það er Harðar sag...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að skilgreina hvað telst vera íslenskt orð?

Eitt sinn var ég spurður hvort computer says no væri íslenska. Þetta er þekktur frasi sem á uppruna sinn í gamanþáttunum Little Britain frá því upp úr aldamótum og fólk bregður oft fyrir sig þótt annars sé verið að tala íslensku. Í fljótu bragði kann það að virðast fráleitt að spyrja hvort þetta sé íslenska – þett...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er meðalaldur hreindýra?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og óvægin og það er sjaldgæft að villt dýr nái að lifa inn í ellina. Þau lenda í klóm rándýra, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Mikill munur er á meðalaldri vil...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu hratt geta fílar hlaupið?

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort fílar hlaupi eða gangi þegar þeir fara hratt yfir. Þegar þeir eru á hraðferð er líkamsbeiting þeirra meira í ætt við hraða göngu en hlaup. Lengi vel var talið að fílsskrokkur þyldi ekki að hlaupa á sama hátt og önnur léttari dýr gera. Ýmsir náttúrfræðingar hafa þó hrakið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?

Hreindýr (Rangifer tarandus) lifa allt í kringum norðurpól; í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þau greinast í sjö deilitegundir og má lesa nánar um þær í svari við spurningunni Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu? Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð ala...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Við hvað starfa stærðfræðingar?

Þegar flestir landsmenn hugsa um stærðfræði dettur þeim ef til vill fátt annað í hug en samlagning og frádráttur, og kannski koma upp óljósar minningar um línur og fleygboga, því í skóla velja margir nemendur sig meðvitað frá allri stærðfræði um leið og þeir geta. Spurningin um hvað stærðfræðingar geri eiginlega e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigríður Sigurjónsdóttir rannsakað?

Sigríður Sigurjónsdóttir er prófessor í íslenskri málfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að máltöku íslenskra barna og hún hefur skrifað fjölda ritrýndra greina í alþjóðleg fræðirit um ýmis atriði í þróun íslensks barnamáls, auk þess sem hún hefur rannsakað ...

Fleiri niðurstöður