Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Þurfa sæskjaldbökur að anda?

Jón Már Halldórsson

Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefnis til frumna dýra í fernt: Ein leið er í gegnum flæði eða loftskipti um líkamsyfirborð (svampar, liðormar og flatormar nýta sér þetta), önnur leið er í gegnum loftæðakerfi (skordýr hafa þennan háttinn á), þriðja leiðin er í gegnum tálkn (fiskar og liðdýr eru dæmi um dýr sem nýta sér þessa leið) og sú fjórða eru loftskipti um lungu.

Þótt sæskjaldbökur lifi að langmestu leyti í sjó þurfa þær að koma upp að yfirborðinu til að anda.

Sæskjaldbökur eru skriðdýr og hafa lungu, rétt eins og spendýr og fuglar. Dýr með lungu sem lifa að miklu eða öllu leyti í sjó þurfa alltaf að koma upp á yfirborðið til að anda. Hvalir eru gott dæmi um þetta. Það sama gildir um sæskjaldbökurnar og hvali, þær geta ekki andað ofan í sjónum heldur þurfa þær að sækja sér súrefni við yfirborðið.

Sæskjaldbökur geta hins vegar kafað töluvert lengi án þess koma upp til að anda og til þess spara þær tiltækt súrefni eftir fremsta megni. Í því skyni hægist mjög á hjartslætti þeirra í kafi og geta liðið allt að níu mínútur á milli hjartslátta. Það er misjafnt milli tegunda hversu lengi sæskjaldbökur geta verið í kafi, en aðrir þættir hafa einnig áhrif svo sem hversu virkar þær eru í kafi og hversu miklu áreiti þær verða fyrir. Sofandi eða í hvíld geta þær verið allt að 4-7 klukkustundir í kafi án þess að anda en í fæðuleit þurfa þær að koma oftar upp á yfirborðið þar sem meiri virkni kallar á meira súrefni. Verði þær fyrir miklu áreiti eða lendi í erfiðleikum, til dæmis flækjast í netum, þannig að streita þeirra eykst, þá klárast súrefnisbirgðirnar hins vegar hratt og þær geta auðveldlega drukknað.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.10.2022

Spyrjandi

Garðar Sigurðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Þurfa sæskjaldbökur að anda?“ Vísindavefurinn, 20. október 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83508.

Jón Már Halldórsson. (2022, 20. október). Þurfa sæskjaldbökur að anda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83508

Jón Már Halldórsson. „Þurfa sæskjaldbökur að anda?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83508>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Þurfa sæskjaldbökur að anda?
Öll dýr þurfa á súrefni að halda til þess að bruni, sem myndar orku, geti átt sér stað í frumum þeirra. Dýr ná sér í súrefni með öndun en hafa þróað með sér ólíkar leiðir í þeim efnum, eins og lesa má í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um öndunarfæri dýra? Hægt er að skipta leiðum súrefnis til frumna dýra í fernt: Ein leið er í gegnum flæði eða loftskipti um líkamsyfirborð (svampar, liðormar og flatormar nýta sér þetta), önnur leið er í gegnum loftæðakerfi (skordýr hafa þennan háttinn á), þriðja leiðin er í gegnum tálkn (fiskar og liðdýr eru dæmi um dýr sem nýta sér þessa leið) og sú fjórða eru loftskipti um lungu.

Þótt sæskjaldbökur lifi að langmestu leyti í sjó þurfa þær að koma upp að yfirborðinu til að anda.

Sæskjaldbökur eru skriðdýr og hafa lungu, rétt eins og spendýr og fuglar. Dýr með lungu sem lifa að miklu eða öllu leyti í sjó þurfa alltaf að koma upp á yfirborðið til að anda. Hvalir eru gott dæmi um þetta. Það sama gildir um sæskjaldbökurnar og hvali, þær geta ekki andað ofan í sjónum heldur þurfa þær að sækja sér súrefni við yfirborðið.

Sæskjaldbökur geta hins vegar kafað töluvert lengi án þess koma upp til að anda og til þess spara þær tiltækt súrefni eftir fremsta megni. Í því skyni hægist mjög á hjartslætti þeirra í kafi og geta liðið allt að níu mínútur á milli hjartslátta. Það er misjafnt milli tegunda hversu lengi sæskjaldbökur geta verið í kafi, en aðrir þættir hafa einnig áhrif svo sem hversu virkar þær eru í kafi og hversu miklu áreiti þær verða fyrir. Sofandi eða í hvíld geta þær verið allt að 4-7 klukkustundir í kafi án þess að anda en í fæðuleit þurfa þær að koma oftar upp á yfirborðið þar sem meiri virkni kallar á meira súrefni. Verði þær fyrir miklu áreiti eða lendi í erfiðleikum, til dæmis flækjast í netum, þannig að streita þeirra eykst, þá klárast súrefnisbirgðirnar hins vegar hratt og þær geta auðveldlega drukknað.

Heimildir og mynd:...