Liðdýr eru greind niður í fjórar núlifandi undirfylkingar:
- Klóskerar (Chelicerata) eru meðal annars áttfætlur og skeifukrabbar. Nú hefur verið lýst um 77 þúsundum tegundum innan þessarar undirfylkingar. Enn á þó eftir að gera grein fyrir miklum fjölda.
- Margfætlur (Myriapoda). Í þessari undirfylkingu hefur 13 þúsund tegundum verið lýst.
- Sexfætlur (Hexapoda) eru skordýr ásamt lítt þekktum hópi sem nefnist á fræðimáli entognatha. Rúmlega milljón tegundum skordýra hefur verið lýst en talið er að það sé einungis einn tíundi hluti af öllum núlifandi skordýrategundum.
- Krabbadýr (Crustacea) eru að langmestu sjávar- eða vatnaliðdýr. Þetta er afar fjölbreyttur flokkur að formi til en innan hans má nefna ólíka hópa eins og tífætta krabba, til að mynda trjónukrabba, Hyas araneus, hrúðurkarla og hina svo sérstæðu helsingjanef.
- Er eitthvert dýr sem lifir á silfurskottum? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur? eftir Jón Má Halldórsson
- Hver eru einkenni lindýra og í hvaða meginhópa flokkast þau? eftir Jón Má Halldórsson
- Hver eru einkenni skordýra? eftir Jón Má Halldórsson
- Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi? eftir Jón Má Halldórsson
- Wikipedia.com. Sótt 3.8.2010.