Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?

Ágústa Þorbergsdóttir

COVID-19 borði í flokk

Orðanefnd lækna hefur nýlega samþykkt að taka upp heitið kórónuveira fyrir þá fjölskyldu veira sem kallast á ensku coronavirus (ft. coronaviruses) en eldra heiti á henni var kransveira (Íðorðasafn lækna 1986). Heitið vísar í byggingu veirunnar en hún er hringlaga og út úr henni standa oddar og það minnir á kórónu.

Orðið kórónuveira er svokölluð eignarfallssamsetning þar sem fyrri liður orðsins er í eintölu (sbr. ef. et. kórónu). Stundum er hægt að mynda tvenns konar eignarfallssamsetningar af sama orði í fyrri lið samsetningar. Dæmi um þetta er til dæmis klukkuhljóð sem er myndað af eignarfalli eintölu af orðinu klukka og svo klukknahljóð af eignarfalli fleirtölu af sama orði.

Rafeindasmásjármynd af kórónuveirunni SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem geta valdið ýmsum sjúkdómum í mönnum og dýrum. Heitið vísar í byggingu veiranna, þær eru hringlaga og út úr þeim standa oddar og það minnir á kórónu.

Ekki eru mörg dæmi um samsett orð í íslensku með orðinu kóróna í fyrri lið en nefna má kórónugos, kórónugeil og kórónusjá sem eru íðorð í stjörnufræði.

Það má velta því fyrir sér hvort orðmyndin kórónaveira með fyrri liðinn kóróna- og sem er allalgeng sé eignarfallssamsetning þar sem fyrri liður orðsins er í fleirtölu. Það er þó ekki líklegt að svo sé raunin. Þegar skoðuð eru samsett orð þar sem fyrri liður hefur svipað hljóðafar og kóróna (til dæmis þríkvæðu orðin persóna, maskína, gardína sem enda einnig á -na) þá er eingöngu að finna orð mynduð með eignarfalli eintölu (til dæmis persónufrelsi, maskínuolía, gardínustöng).

Eðlilegra er því að líta á að fyrri liðurinn í kórónaveira sé óbeygt tökuorð frekar en eignarfallssamsetning rétt eins og í heitinu Kórónaföt sem var þekkt vörumerki á Íslandi fyrir nokkrum áratugum.

Heimildir:
  • Ari Páll Kristinsson. (2004). Orðmyndun: Um leiðir til að auka íslenskan orðaforða. Smárit Íslenskrar málnefndar 3. Reykjavík: Íslensk málnefnd.
  • Íðorðasafn lækna. English/Icelandic Medical Terminology. (1986). Orðanefnd læknafélaganna. Magnús Snædal ritstjóri. Reykjavík: Læknafélag Íslands.
  • Þorsteinn Sæmundsson. (1996). Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðaskrá úr stjörnufræði með nokkrum skýringum: Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Mynd:

Höfundur

Ágústa Þorbergsdóttir

deildarstjóri á málræktarsviði hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

20.3.2020

Spyrjandi

Arnar, ritstjórn

Tilvísun

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2020, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78979.

Ágústa Þorbergsdóttir. (2020, 20. mars). Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78979

Ágústa Þorbergsdóttir. „Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2020. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78979>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er betra að skrifa kórónaveira eða kórónuveira?

Orðanefnd lækna hefur nýlega samþykkt að taka upp heitið kórónuveira fyrir þá fjölskyldu veira sem kallast á ensku coronavirus (ft. coronaviruses) en eldra heiti á henni var kransveira (Íðorðasafn lækna 1986). Heitið vísar í byggingu veirunnar en hún er hringlaga og út úr henni standa oddar og það minnir á kórónu.

Orðið kórónuveira er svokölluð eignarfallssamsetning þar sem fyrri liður orðsins er í eintölu (sbr. ef. et. kórónu). Stundum er hægt að mynda tvenns konar eignarfallssamsetningar af sama orði í fyrri lið samsetningar. Dæmi um þetta er til dæmis klukkuhljóð sem er myndað af eignarfalli eintölu af orðinu klukka og svo klukknahljóð af eignarfalli fleirtölu af sama orði.

Rafeindasmásjármynd af kórónuveirunni SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem geta valdið ýmsum sjúkdómum í mönnum og dýrum. Heitið vísar í byggingu veiranna, þær eru hringlaga og út úr þeim standa oddar og það minnir á kórónu.

Ekki eru mörg dæmi um samsett orð í íslensku með orðinu kóróna í fyrri lið en nefna má kórónugos, kórónugeil og kórónusjá sem eru íðorð í stjörnufræði.

Það má velta því fyrir sér hvort orðmyndin kórónaveira með fyrri liðinn kóróna- og sem er allalgeng sé eignarfallssamsetning þar sem fyrri liður orðsins er í fleirtölu. Það er þó ekki líklegt að svo sé raunin. Þegar skoðuð eru samsett orð þar sem fyrri liður hefur svipað hljóðafar og kóróna (til dæmis þríkvæðu orðin persóna, maskína, gardína sem enda einnig á -na) þá er eingöngu að finna orð mynduð með eignarfalli eintölu (til dæmis persónufrelsi, maskínuolía, gardínustöng).

Eðlilegra er því að líta á að fyrri liðurinn í kórónaveira sé óbeygt tökuorð frekar en eignarfallssamsetning rétt eins og í heitinu Kórónaföt sem var þekkt vörumerki á Íslandi fyrir nokkrum áratugum.

Heimildir:
  • Ari Páll Kristinsson. (2004). Orðmyndun: Um leiðir til að auka íslenskan orðaforða. Smárit Íslenskrar málnefndar 3. Reykjavík: Íslensk málnefnd.
  • Íðorðasafn lækna. English/Icelandic Medical Terminology. (1986). Orðanefnd læknafélaganna. Magnús Snædal ritstjóri. Reykjavík: Læknafélag Íslands.
  • Þorsteinn Sæmundsson. (1996). Ensk-íslensk og íslensk-ensk orðaskrá úr stjörnufræði með nokkrum skýringum: Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Mynd: