Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1590 svör fundust
Hvað eru margar hitaeiningar í bjór?
Eins og lesa má um í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Er áfengi fitandi?, er áfengi (etanól) eitt orkuefnanna ásamt kolvetnum, fitu og prótíni. Hvert gramm áfengis inniheldur 7 hitaeiningar (kkal), svo að öllu jöfnu eru áfengir drykkir orkuríkari eftir því sem áfengismagnið í þeim er meira. Að a...
Hvað merkja litirnir í fána Álendinga?
Álandseyjar samanstanda af um það bil 6500 eyjum og skerjum á mörkum Eystrasalts og Helsingjabotns mitt á milli Finnlands og Svíþjóðar. Um 60 eyjanna eru í byggð. Sú stærsta heitir Áland og þar er höfuðborgin Maríuhöfn. Álendingar eru um 23.600 og búa flestir þeirra á Álandi. Álandseyjar eru sjálfsstjórnarsvæð...
Hvernig er hægt að losa sig við aukakíló án þess að nota Herbalife?
Við söfnum á okkur aukakílóum ef jafnvægið í orkuneyslu og orkubrennslu líkamans riðlast. Ef við borðum meira en við brennum, þá fitnum við. Hvort og hversu mikið fólk fitnar er samspil bæði erfða og umhverfisþátta. Aukakíló og offita er vaxandi vandamál en það er líka mikið gert til þess að bjóða fólki upp á leið...
Hver var Daniel Defoe?
Daniel Defoe (1660-1731) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann var afar afkastamikill og gaf út fjölda blaðagreina, bæklinga og bóka um ýmis málefni, svo sem stjórnmál, trúmál og glæpi. Hann var einnig frumkvöðull á sviði viðskiptablaðamennsku. Hann þótti oft óvæginn í greinaskrifum sínum, jafnvel harðsvíraðu...
Hver var Jóhanna af Örk?
Jóhanna af Örk var frönsk frelsishetja sem seinna var gerð að dýrlingi. Hún var fædd um árið 1412 og dó 30. maí árið 1431 aðeins 19 ára gömul. Hennar rétta nafn er Jeanne d’Arc en hún var stundum einnig kölluð Mærin frá Orlèans. Jóhanna af Örk. Sagan segir að Jóhanna hafi sagst hafa fengið sýnir frá guði þar...
Í hvaða löndum eru konungsríki?
Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, jafnvel þó svo að þjóðhöfðinginn beri ekki alltaf titilinn konungur eða drottning. Dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán. Í konungdæmum hefur þjóðhöfðinginn venjulega hlotið tign sína í arf og þjónar þjóð sinni ævilangt ef h...
Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur raðist þannig eftir stokkun að annað hvert spil sé rautt?
Áður hefur verið fjallað um líkur tengdar stokkun í svari sama höfundar við spurningunni Hverjar eru líkurnar á að spilastokkur verði í réttri röð eftir stokkun? Þar segir meðal annars: Líkurnar á því að fá einhverja ákveðna gerð uppröðunar við stokkun má reikna út með því að finna á hve marga mismunandi vegu u...
Af hverju er talað um að vera í sjöunda himni en ekki þeim áttunda?
Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...
Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?
Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...
Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?
Um hvalbök og myndun þeirra skrifar Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni: Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum svæða sem skriðjöklar hafa farið yfir... Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest ...
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...
Hvernig myndast þúfur?
Þúfur eru afleiðingar frostlyftingar og frostþenslu á gróinni jörð. Jarðvegur á Íslandi inniheldur talsvert af vatni. Á veturna frýs jarðvegurinn smám saman niður á ákveðið dýpi, fyrst myndast ísnálar sem síðan renna saman og geta myndað klakahellu. Þegar vatnið frýst þenst það út í jarðveginum og til verður s...
Hver var gyðingurinn gangandi?
Sagan um gyðinginn gangandi er gömul flökkusögn af ætt helgisagna. Hana má finna víða í þjóðsagnasöfnum, einkum í Evrópu. Sagan segir frá gyðingi sem nefndur er Assverus eða Buttadaeus og uppi á var á dögum Krists. Hlutverk hans og samskipti við frelsarann eru nokkuð misjöfn eftir gerðum sögunnar. Í íslenskri ...
Hvers vegna eru styttur af púkum á Notre Dame-kirkjunni?
Utan á Notre Dame-dómkirkjunni í París hanga margar styttur af ógnvekjandi verum, eins og reyndar á mörgum öðrum kirkjum og byggingum um allan heim. Sumum kann að þykja undarlegt að sjá púka og djöfla utan á kirkju, en fyrr á öldum var talið að hræðilegt útlit þeirra verndaði kirkjuna frá illum öndum og öðrum slæm...
Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?
Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex). Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-...