Álendingar eiga sinn eigin fána sem er rauður og gulur kross á bláum feldi og var honum fyrst flaggað opinberlega þann 3. apríl 1954. Upprunalega var gerð tillaga um að fáninn yrði gulur kross á bláum grunni eins og sænski fáninn en með bláum krossi innst. Finnar höfnuðu þeirri útfærslu þar sem fáninn þótti of líkur þeim sænska. Niðurstaðan varð sú að í stað bláa krossins innst yrði rauður kross. Rauði liturinn var nokkuð umdeildur þar sem mörgum fannst lítil hefð fyrir honum á Álandseyjum en á það hefur verið bent að fáninn sæki liti sína bæði í skjaldarmerki Svíþjóðar, sem er gult og blátt, og skjaldarmerki Finnlands, sem er gult og rautt. Ekki fundust upplýsingar um hvort litirnir sem slíkir hafi sérstaka merkingu aðra en vísun til Svíþjóðar og Finnlands. Á Vísindavefnum er að finna fleiri svör um fána, til dæmis:
- Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum? eftir Gísla Gunnarsson.
- Hvað þýða litirnir í finnska fánanum? eftir Kristínu Magnúsdóttur og Jóhönnu Runólfsdóttur.
- Hvað þýða litirnir í þýska fánanum? eftir Evu Hrund Hlynsdóttur og Katrínu Arndísi Blomsterberg Magneudóttur.
- Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? eftir HMH.
- Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins? eftir SHJ.
- Íslenska alfræðiorðabókin. Örn og Örlygur, Reykjavík. 1990.
- Flag of Åland á Wikipedia, the free encyclopedia
- Åland á Wikipedia, the free encyclopedia
- Norden.org
- Allstates-flag.com
Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.