Finnland er austasta land Evrópu. Tré og vötn eru helstu einkenni þess og þekja þau um 2/3 hluta landsins. Ræktað land er mest í syðsta hluta landsins. Þar er byggðin líka þéttust og borgirnar stærstar. Í Finnlandi er temprað loftslag og mikill munur á meðalhita sumars og vetrar. Í Finnlandi búa um 5,2 milljónir manna. Helsinki er höfuðborg Finnlands og þar búa um 560.000 manns. Í Finnlandi er töluð finnska en 7% íbúanna eru sænskumælandi. Hægt er að lesa meira um Finnland í svari við spurningunni Hvað getiði sagt mér um Finnland? Á Vísindavefnum er einnig að finna fleiri svör um fána, til dæmis:
- Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum? eftir Gísla Gunnarsson
- Hvað þýða litirnir í þýska fánanum? eftir Evu Hrund Hlynsdóttur og Katrínu Arndísi Blomsterberg Magneudóttur
- Hvað tákna hringirnir í ólympíufánanum? eftir HMH
- Hvað tákna stjörnurnar í fána Evrópusambandsins? eftir SHJ
- Flag of Finland á Wikipedia - the free encyclopedia
- Lake á Wikipedia - the free encyclopedia
- Norðurlönd
Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.