G. microcephalus er ferskvatnsfiskur sem finnst meðal annars í Japan og við Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna. Einnig hafa fundist einstaklingar í fersku vatni í Mexíkó. Heimildir um útbreiðslu G.microcephalus eru annars mjög ófullnægjandi. G. microcephalus er um 5,5 cm á lengd. Lífshættir tegundarinnar eru svipaðir og hjá hornsílum. Helsta fæða G.microcephalus eru ýmsir ferskvatnshryggleysingjar, til dæmis lirfur ýmissa skordýra. Heimildir og mynd:
- Fishbase.org
- Gunnar Jónsson. 1983. Íslenskir fiskar. Reykjavík, Fjölvi.
- Mynd: Wikimedia Commons