Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8585 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað gerði sá sem var forlíkunarmaður?

Orðið forlíkun þekkist í málinu að minnsta kosti frá miðri 16. öld og hefur líklegast borist hingað sem tökuorð með biblíuþýðingum. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru úr þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentað var 1540. Orðið merkir 'sátt, sættargerð' en einnig 'friðþæging'. Um orðið forlíkuna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru brönugrös?

Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica) eru plöntur af brönugrasaætt (orchidacea). Þau eru algeng á láglendi víða um land. Brönugrös finnast þó ekki alls staðar, til dæmis ekki í innsveitum norðanlands, á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts, og suðausturlandi milli Mýrdalssands og Núpstaðar. Brönugrös (...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjar eru höfuðborgir Suður-Afríku?

Langflest ríki heimsins hafa einungis eina höfuðborg en einhver, líkt og Suður-Afríka, hafa fleiri en eina. Suður-Afríka er, eins og nafnið gefur til kynna, syðst í Afríku. Landið er 1.219.090 km2 eða um tólf sinnum stærra en Ísland. Áætlaður mannfjöldi í júlí árið 2010 er rétt rúmlega 49 milljónir. Í Suð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var holtasóley kosið þjóðarblóm?

Árið 2004 vann starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra, í samvinnu við menntamálaráðherra, samgönguráðherra og umhverfisráðherra, að því að velja þjóðarblóm Íslendinga. Tilgangur verkefnisins var að velja blóm sem gæti haft táknrænt gildi og þjónaði hlutverki sem sameiningartákn, blóm sem nýta mætti í kynningar- o...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er upprunaleg merking orðsins sæluhús?

Orðið sæluhús er gamalt í málinu og kemur þegar fyrir í fornsögum. Í orðabók Johans Fritzners yfir forna málið er sæluhús sama og sáluhús sem skýrt er sem hús eða skýli sem ferðamenn gátu nýtt sér. Sýnd eru nokkur dæmi úr fornsögum, til dæmis (JFr 1896: 640): Um Dofrafjall var mikil för ór Þrándheimi; urðu þar ...

category-iconJarðvísindi

Hver er uppruni nafnsins Bárðarbunga?

Leiða má líkur að því að nafnið Bárðarbunga sé skylt Bárðargötu sem sagt er frá í Landnámabók. Landnámsmaðurinn Bárður Heyangurs-Bjarnason sem nam Bárðardal og dalurinn heitir eftir, taldi landkosti betri fyrir sunnan heiði vegna blíðari sunnanvinda en norðanvinda. Hann flutti sig búferlum yfir hálendið og fór „Vo...

category-iconÞjóðfræði

Hver er munurinn á trölli og skessu?

Í stuttu máli eru skessur tröll, en tröll eru ekki öll skessur. Samkvæmt Íslenskri orðabók er tröll (í þjóðsögum) risi, jötunn, stórvaxin ómennsk vera í mannsmynd. Skessa er hins vegar tröllkona, sem sagt kvenkyns tröll. Þetta sama má sjá í Íslensku vættatali Árna Björnssonar en þar segir: Orðið tröll er sky...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið skergála?

Skergála og skerjagála er notað um kvensel (á skeri) og óþekka ær sem sækir í flæðisker en einnig um stelpugálu en óþægum og fyrirferðarmiklum stelpum er oft líkt við fyrirferðarmiklar ær. Orðin eru fremur ný í málinu. Eina heimildin í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá miðri 20. öld. Fyrri liðurinn er sk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Á hvaða þönum er fólk alltaf?

Upprunalega spurningin var: Hvaða þanir eru þetta sem fólk er endalaust á og hvers vegna alltaf fleirtalan? Orðið þön þekkist allt frá fornu máli. Það hefur fleiri en eina merkingu: ‘spjálk eða teinn til að þenja e-ð út með; tálkn, tálknbogi; beintindur í ugga; fjaðurgeisli eða fön á fjöðurstaf, …’. Orð...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?

Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr sér best?

Ef við skilgreinum bestu sjónina út frá næmni sjónarinnar, þá má sennilega telja fráneygustu dýr jarðar vera ránfugla (falconiformes), enda er algengt að ránfuglar í fæðuleit fljúgi hátt til að geta leitað eftir bráð á sem stærstu svæði. Gullörninn (Aquila chrysaetos) er einn slíkra fugla. Gullernir lifa meðal ...

category-iconTrúarbrögð

Mig langar að vita hvaðan aparnir þrír eru komnir; sá sem heldur fyrir munninn, sá sem heldur fyrir eyrun og sá sem heldur fyrir augun.

Aparnir þrír eru yfirleitt taldir japanskir. Eitt frægasta líkneskið af þeim er að finna í Toshogu-musterinu í Nikko í Japan sem byggt var á 17. öld. Þar er tréútskurður af þeim á hinu svokallaða Yomeimon-hliði (sjá mynd). Aparnir heita á japönsku Mi-zaru („Sjá ekki”), Kika-zaru („Heyra ekki”) og Iwa-zaru („Seg...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?

Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni....

category-iconVísindi almennt

Hvaða hljómplata er mest selda plata allra tíma og hvað seldist hún í mörgum eintökum?

Mest selda hljómplata allra tíma er 'Thriller' eftir Michael Jackson. Hún hefur selst í yfir 100 milljón eintökum á heimsvísu, sem er meira en tvisvar sinnum fleiri eintökum en næsta plata á eftir. Næstu plötur í röðinni eru 'Back in Black' með AC/DC sem hefur selst í um 45 milljón eintökum, plata Pink Floyd 'T...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar eru flugurnar á veturna?

Flest skordýr eru á eggja- eða lirfustigi á veturna. Nokkur eru í dvala sem púpur. Á hvaða stigi þau eru ræðst nokkuð af því hvar skordýrin lifa. Lirfustig skordýra er nokkurs konar át- og vaxtarstig. Þá vaxa skordýrin og safna næringu til fullorðinsstigsins. Púpustigið tekur við af lirfustiginu en þá umbreyt...

Fleiri niðurstöður