Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?

Björg Magnea Ólafsdóttir

Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni.

Sá sem hefur haft titilinn elsti karl heims í áraraðir er nýdáinn. Hann dó um áramótin 2001-2002. Sá hét Antonio Todde og var rúmlega 112 ára þegar hann dó. Hann fæddist sama ár og Yukichi eða þann 22 janúar 1889 í fjallaþorpi á eyjunni Sardiníu á Ítalíu. Það sama ár fæddist Adolf Hitler og Eiffelturninn í París í Frakklandi var fullkláraður.

Antonio Todde var fjárhirðir alla sína ævi á Ítalíu og fór aðeins einu sinni af eyjunni og þá til að berjast í fyrri heimstyröldinni. Þegar Antonio var spurður hver lykillinn væri að langlífi þá var svarið einfaldlega að elska bróður sinn og drekka eitt glas af góðu rauðvíni á dag.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Fréttaveiturnar www.cnn.com og www.bbc.news,com.



Mynd af Yukichi Chuganji: BBC Mundo

Mynd af Antonio Todde er fengin frá BBCNEWS

Útgáfudagur

22.3.2002

Spyrjandi

Jóakim Páll,
Kristján Bragason,
Bergur Þórmundsson

Tilvísun

Björg Magnea Ólafsdóttir. „Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2232.

Björg Magnea Ólafsdóttir. (2002, 22. mars). Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2232

Björg Magnea Ólafsdóttir. „Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2232>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?
Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni.

Sá sem hefur haft titilinn elsti karl heims í áraraðir er nýdáinn. Hann dó um áramótin 2001-2002. Sá hét Antonio Todde og var rúmlega 112 ára þegar hann dó. Hann fæddist sama ár og Yukichi eða þann 22 janúar 1889 í fjallaþorpi á eyjunni Sardiníu á Ítalíu. Það sama ár fæddist Adolf Hitler og Eiffelturninn í París í Frakklandi var fullkláraður.

Antonio Todde var fjárhirðir alla sína ævi á Ítalíu og fór aðeins einu sinni af eyjunni og þá til að berjast í fyrri heimstyröldinni. Þegar Antonio var spurður hver lykillinn væri að langlífi þá var svarið einfaldlega að elska bróður sinn og drekka eitt glas af góðu rauðvíni á dag.

Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Heimildir

Fréttaveiturnar www.cnn.com og www.bbc.news,com.



Mynd af Yukichi Chuganji: BBC Mundo

Mynd af Antonio Todde er fengin frá BBCNEWS...