
Horft yfir Bárðarbungu til suðausturs þann 10. ágúst 2010. Hún er annað hæsta eldfjall landsins, 2000 m.y.s. Í kolli hennar er askja, um 11 km löng frá norðaustri til suðvesturs og um 8 km breið. Ísinn í öskjunni er um 850 metra þykkur. Nafnlaus skriðjökull (á miðri mynd) fellur til norðvesturs á milli Kistu (vinstra megin) og Systrafells (til hægri) og klofnar um Bárðartind (1417 m).
- Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar, bls. 252.
Þetta svar er úr bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi.