Í Suður-Afríku eru þrjár höfuðborgir en ástæða þessarar skiptingar liggur í þrískiptingu ríkisvaldsins. Höfuðborgirnar eru Bloemfontein en hún fer með dómsvaldið, Höfðaborg (e. Cape Town), sem fer með löggjafarvaldið, og svo Pretoría en hún fer með framkvæmdavaldið. Aftur á móti er Jóhannesarborg (e. Johannesburg) stærsta borg landsins. Í landinu eru níu sýslur eða fylki. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2010 fór fram í Suður-Afríku en þar var spilað í alls níu borgum, þar á meðal öllum höfuðborgunum þremur. Úrslitaleikurinn fór fram í Jóhannesarborg. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hversu margir búa í Suður-Afríku? eftir EDS
- Fyrir hverju barðist Nelson Mandela? eftir Ívar Daða Þorvaldsson og Hlyn Gíslason
- Hver fann upp fótboltann? eftir Unnar Árnason