Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 538 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?

Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig lýsir glútenóþol sér?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvað er glúten? Getið þið bent mér á greinargóðar heimildir um glútenóþol (celiac sprue)? Glúten er prótín (eggjahvítuefni) sem finna má í korntegundum eins og hveiti, byggi og rúg. Víða um heim er algengt að matvæli séu merkt sem glútensnauð og margir veitingastaðir bjóða upp...

category-iconHeimspeki

Hvenær er orðið svo mikið drasl í herbergi að maður er í rauninni að taka til þegar maður sparkar í hluti?

Þessi spurning er ekki öll þar sem hún er séð, heldur má heimfæra hana upp á merkilegar og erfiðar ráðgátur í mannlegri hugsun. Undir býr í raun og veru önnur spurning, hvort við getum flokkað eða metið ástandið í herberginu og þannig sagt til um að eitt ástand feli í sér meiri „reglu“ eða „reiðu“ en annað. Samkvæ...

category-iconLandafræði

Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er það sem greinir eyju frá landi?Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa? Af hverju er Ástralía ekki eyja?Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja? Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru ...

category-iconJarðvísindi

Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar?

Í örstuttu máli er svarið við þessari spurningu það að svo fremi að sýnið sem greint er sé réttur fulltrúi þess atburðar sem aldursákvarða átti, að rétt sé staðið að öflun og úrvinnslu sýna, og að fullt tillit sé tekið til skekkjuvalda, eru þessar greiningar áreiðanlegar, en þó ævinlega innan vissra skekkjumarka. ...

category-iconHeimspeki

Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur?

Æviágrip René Descartes (stundum nefndur Renatus Cartesius, upp á latínu) var franskur heimspekingur og stærðfræðingur. Hann fæddist í La Haye í Touraine í Frakklandi 31. mars árið 1596. Bærinn var raunar seinna látinn heita eftir honum; árið 1802 fékk hann nafnið La Haye-Descartes og 1967 var nafnið einfa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvuskrár geymdar og hvað verður um þær þegar þeim er hent?

Hvernig geymast skrár? Til að skilja betur hvað verður um skrár eftir að þeim er eytt borgar sig að skoða fyrst hvernig skrár eru geymdar eða vistaðar í tölvum. Hér verður miðað við Windows stýrikerfið, en meðhöndlun skráa er svipuð í öðrum stýrikerfum, svo sem Linux og Mac OS. Hægt er að lesa í stuttu máli um ...

category-iconHeimspeki

Hver er syndafallskenning Rousseaus?

Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...

category-iconHugvísindi

Hver eru merkustu rit Jóns lærða?

Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Hver var Jón lærði Guðmundsson?Hvernig var ævi Jóns lærða Guðmundssonar?Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar. Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, e...

category-iconFornleifafræði

Ég fann bein í jörðu, hvernig veit ég hvort það er bein úr manni eða dýri?

Þegar maður finnur bein í jörðu eða á víðavangi á Íslandi er langalgengast að um sé að ræða bein úr kindum. Þó koma líka ýmis önnur dýr til greina og það er alls ekki útilokað að rekast á mannabein sem gætu þá til dæmis verið úr gömlum kirkjugarði eða kumli frá víkingaöld. Ef um mannabein er að ræða þarf að tilkyn...

category-iconHeimspeki

Hver var Auguste Comte og hvert var hans framlag til heimspekinnar?

Það eru öruggar heimildir fyrir því að Isidore Auguste Marie François Xavier Comte fæddist í borginni Montpellier í Suður-Frakklandi. Hins vegar má deila um það hvort hann hafi fæðst þann 19. febrúar árið 1798, eða fyrsta dag mánaðarins pluviôse (sem þýðir rigningarsamur) árið 4. Reyndar vísa báðar dagsetningar ti...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?

Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Edward W. Said og hvert var hans framlag til vísinda og fræða?

Edward W. Said var palestínsk-amerískur bókmenntafræðingur, kunnastur fyrir orðræðugreiningu sína á textum og myndmáli Vesturlandabúa um Austurlönd og Austurlandabúa. Í þekktustu bók sinni Orientalism sýndi hann fram á tengsl nútíma Austurlandafræða við heimsvaldastefnu og viðvarandi hugmynda um framandleika hins ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvort var Ísland nýlenda eða hjálenda Dana?

Spurnigin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var staða Íslands gagnvart Danmörku meðan landið var hluti af Danmörku? Var Ísland nýlenda, hjálenda eða eitthvað annað? Staða Íslands gagnvart Danmörku var alla tíð frekar óljós og umdeild, og breyttist verulega í tímans rás. Upphaflega komst landið undir Danak...

Fleiri niðurstöður