Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru merkustu rit Jóns lærða?

Einar G. Pétursson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar.

Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, en á þeim árum samdi hann merkustu rit sín, flest voru þau samin í ákveðnum tilgangi. Árið 1639 settist á stól í Skálholti Brynjólfur Sveinsson, en áður hafði hann dvalist lengi í Danmörku. Í seinasta lagi 1638 fékk Brynjólfur þá hugmynd að skrifa sérstakt rit um fornan norrænan átrúnað. Af því riti er það að segja, að engar heimildir eru um, að hann hafi gert svo mikið sem uppkast. Aftur á móti varð það til þess, að Brynjólfur safnaði fornum íslenskum handritum og óvíst er að öll hafi varðveist ella. Einnig varð áform hans til þess að hvetja menn til ritstarfa og fyrir vikið urðu til margar merkilegar heimildir.

Í bréfi til danska fræðimannsins Stephaniusar á árunum 1641-42 sagði Brynjólfur, að glötuð væri Edda Sæmundar hins fróða, sem varla sé 1000. partur varðveittur úr, það er útdrátturinn í Eddu Snorra Sturlusonar. Hugmyndin um Sæmundar-Eddu kemur fyrst fram í Grænlandsannálum Jóns lærða og eftir honum fara aðrir á 17. öld. Til þess að geta betur samið rit um fornan norrænan átrúnað fékk Brynjólfur Jón lærða 1641 til að skýra Snorra-Eddu og varð þá til Samantektir um skilning á Eddu, sem er uppskrift Snorra-Eddu eftir glötuðu handriti með miklum viðbótum. Viðbæturnar miðast einkum við að skýra fornan norrænan átrúnað og jafnvel að tengja hann við grísk-rómverska heiðni.

Árið 1641 eignaðist Brynjólfur biskup eina skinnhandrit Völsunga sögu og þar er kvæðið Brynhildarljóð. Þá leitaði biskupinn til Jóns lærða og Björns á Skarðsá um að skýra kvæðið. Lengi voru báðar skýringarnar eignaðar Birni. Rit Jóns nefndist Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og svo skrifelsi. Það rit og Samantektir eru gefin út í Edduritum Jóns Guðmundssonar lærða.

Fleiri rit setti Jón lærði saman fyrir Brynjólf biskup Sveinsson. Má helst nefna óprentað rit, Tíðfordríf, sem hann tíndi saman árið 1644 og er að nokkru leyti framhald af Samantektum. Greinilegt er að Brynjólfur hefur sent Jóni lærða bréf með spurningum meðal annars um fornan norrænan átrúnað. Tíðfordríf er því mjög fjölbreytilegt að efni, og má nefna um steina, jurtir, skipaheiti, forna atburði og langur kafli er um álfa, en um þá átti að fjalla í fyrirhuguðu riti Brynjólfs.

Jón lærði tíndi saman lækningarit Um nokkrar grasanáttúrur og var það er skrifað fyrir Brynjólf biskup. Fleira hefði Jón getað skrifað fyrir biskupinn, þótt ekki sé það kunnugt nú eða varðveitt. Nokkur rök eru fyrir því að náttúrufræðiritið Um Íslands aðskiljanlegar náttúrur hafi Jón samið að beiðni Brynjólfs, en Halldór Hermannsson gaf það út 1924 sem 15. bindi í ritröðinni Islandica.

Hér verður ekki gerð grein fyrir fleiri ritum Jóns en í fyrrnefndum Edduritum Jóns er yfirlit um ritstörf hans. Hér að framan voru nefnd tvö rit, sem Jón lærði hefur víslega samið: Grænlandsannál og Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og svo skrifelsi, en þau höfðu áður verið eignuð Birni á Skarðsá. Rit um útilegumenn: Lítið ágrip um hulin pláts og yfirskyggða dali á Íslandi var talið eftir Jón lærða, en skrifari ritsins, Jón Eggertsson, samdi það. Eftir Jón lærða er Áradalsóður kvæði með útilegumannasögum.

Þegar talað er um að Jón hafi verið hjátrúarfullur verðum við að minnast þess, að hann var að skrifa fyrir mann, sem var að leita að vitneskju um fornan norrænan átrúnað. Þess vegna eru meiri heimildir frá honum um ýmislegt, sem nefnt hefur verið hjátrú, af því hann var beinlínis um slíkt spurður. Fáir aðrir skrifuðu þá um slík efni. Þegar skoðuð eru rit samtímamanna hans, feðganna og biskupanna Odds Einarssonar og Gísla Oddssonar, er ljóst að raunveruleikaskyn þeirra var ekki mjög frábrugðið því sem er hjá Jóni lærða.

Guðmundur sonur Jóns lærða var aðstoðarprestur á Hjaltastað og í kirkjuna þar smíðaði Jón lærði altaristöflu og fleira, sem var til fram á 19. öld. Brynjólfur styrkti Jón fyrir ritstörf sín og seinast gat biskup Jóns í bréfi til Ole Worms 24. júlí 1649. Hann taldi þar upp rúnafróða menn í þessari röð: Arngrímur lærði væri látinn, síðan er Jón Guðmundsson nefndur og loks Björn á Skarðsá sagður orðinn blindur. Um þetta leyti eignaðist Jón lærði son með Ingibjörgu Björnsdóttur og fann Már Jónsson nafn konunnar í sakeyrisreikningum sýslumanna fyrir reikningsárið 1650-1651. Samkvæmt reikningnum er svo að sjá að kona Jóns hafi verið á lífi, því að þetta var hórdómsbrot.1 Barnið var sonur, sem óx upp og var kallaður Jón litli lærði. Hann var í þjónustu höfðingja á Austurlandi, en Brynjólfur biskup kallaði hann síðar „óskilason Jóns lærða“.

Rétt er að ljúka þessu með því að birta 4 og 5. erindi úr niðurlagi Fjölmóðar ævikvæðis Jóns lærða, sem kallað er „Restans eða rófan.“ Erindin eru sígild:
En þeim heimlegum

í háskólum

nauðgað er einatt

til náms og bókar;

oft gengur misjafnt

um mennt og fræði,

verða sundurþykkjur

sumra á millum.

Vaxa því þrætur

víða í löndum,

sitt þykir hverjum

svo má fara,

skammta sér sjálfir

skilning annan,

kalla þó gullöld

grand einingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Neðanmálsgrein:

1 Um Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Andmælaræður Anthony Faulkes og Más Jónssonar við doktorsvörn Einars G. Péturssonar 13.6. 1998. II. Ræða Más Jónssonar. Gripla. 11 (2000). s. 295.

Höfundur

rannsóknarprófessor á Árnastofnun

Útgáfudagur

5.9.2007

Spyrjandi

Sigurjón Guðbergsson
Ritstjórn

Tilvísun

Einar G. Pétursson. „Hver eru merkustu rit Jóns lærða?“ Vísindavefurinn, 5. september 2007, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6790.

Einar G. Pétursson. (2007, 5. september). Hver eru merkustu rit Jóns lærða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6790

Einar G. Pétursson. „Hver eru merkustu rit Jóns lærða?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2007. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6790>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru merkustu rit Jóns lærða?
Um Jón lærða er fjallað í tveimur öðrum svörum eftir sama höfund:

Fremst í fyrrnefnda svarinu er sagt frá notkun heimilda og á sú athugasemd einnig við um þetta svar.

Sumarið 1637 fór Jón til Austurlands og dvaldist þar til æviloka 1658, en á þeim árum samdi hann merkustu rit sín, flest voru þau samin í ákveðnum tilgangi. Árið 1639 settist á stól í Skálholti Brynjólfur Sveinsson, en áður hafði hann dvalist lengi í Danmörku. Í seinasta lagi 1638 fékk Brynjólfur þá hugmynd að skrifa sérstakt rit um fornan norrænan átrúnað. Af því riti er það að segja, að engar heimildir eru um, að hann hafi gert svo mikið sem uppkast. Aftur á móti varð það til þess, að Brynjólfur safnaði fornum íslenskum handritum og óvíst er að öll hafi varðveist ella. Einnig varð áform hans til þess að hvetja menn til ritstarfa og fyrir vikið urðu til margar merkilegar heimildir.

Í bréfi til danska fræðimannsins Stephaniusar á árunum 1641-42 sagði Brynjólfur, að glötuð væri Edda Sæmundar hins fróða, sem varla sé 1000. partur varðveittur úr, það er útdrátturinn í Eddu Snorra Sturlusonar. Hugmyndin um Sæmundar-Eddu kemur fyrst fram í Grænlandsannálum Jóns lærða og eftir honum fara aðrir á 17. öld. Til þess að geta betur samið rit um fornan norrænan átrúnað fékk Brynjólfur Jón lærða 1641 til að skýra Snorra-Eddu og varð þá til Samantektir um skilning á Eddu, sem er uppskrift Snorra-Eddu eftir glötuðu handriti með miklum viðbótum. Viðbæturnar miðast einkum við að skýra fornan norrænan átrúnað og jafnvel að tengja hann við grísk-rómverska heiðni.

Árið 1641 eignaðist Brynjólfur biskup eina skinnhandrit Völsunga sögu og þar er kvæðið Brynhildarljóð. Þá leitaði biskupinn til Jóns lærða og Björns á Skarðsá um að skýra kvæðið. Lengi voru báðar skýringarnar eignaðar Birni. Rit Jóns nefndist Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og svo skrifelsi. Það rit og Samantektir eru gefin út í Edduritum Jóns Guðmundssonar lærða.

Fleiri rit setti Jón lærði saman fyrir Brynjólf biskup Sveinsson. Má helst nefna óprentað rit, Tíðfordríf, sem hann tíndi saman árið 1644 og er að nokkru leyti framhald af Samantektum. Greinilegt er að Brynjólfur hefur sent Jóni lærða bréf með spurningum meðal annars um fornan norrænan átrúnað. Tíðfordríf er því mjög fjölbreytilegt að efni, og má nefna um steina, jurtir, skipaheiti, forna atburði og langur kafli er um álfa, en um þá átti að fjalla í fyrirhuguðu riti Brynjólfs.

Jón lærði tíndi saman lækningarit Um nokkrar grasanáttúrur og var það er skrifað fyrir Brynjólf biskup. Fleira hefði Jón getað skrifað fyrir biskupinn, þótt ekki sé það kunnugt nú eða varðveitt. Nokkur rök eru fyrir því að náttúrufræðiritið Um Íslands aðskiljanlegar náttúrur hafi Jón samið að beiðni Brynjólfs, en Halldór Hermannsson gaf það út 1924 sem 15. bindi í ritröðinni Islandica.

Hér verður ekki gerð grein fyrir fleiri ritum Jóns en í fyrrnefndum Edduritum Jóns er yfirlit um ritstörf hans. Hér að framan voru nefnd tvö rit, sem Jón lærði hefur víslega samið: Grænlandsannál og Að fornu í þeirri gömlu norrænu kölluðust rúnir bæði ristingar og svo skrifelsi, en þau höfðu áður verið eignuð Birni á Skarðsá. Rit um útilegumenn: Lítið ágrip um hulin pláts og yfirskyggða dali á Íslandi var talið eftir Jón lærða, en skrifari ritsins, Jón Eggertsson, samdi það. Eftir Jón lærða er Áradalsóður kvæði með útilegumannasögum.

Þegar talað er um að Jón hafi verið hjátrúarfullur verðum við að minnast þess, að hann var að skrifa fyrir mann, sem var að leita að vitneskju um fornan norrænan átrúnað. Þess vegna eru meiri heimildir frá honum um ýmislegt, sem nefnt hefur verið hjátrú, af því hann var beinlínis um slíkt spurður. Fáir aðrir skrifuðu þá um slík efni. Þegar skoðuð eru rit samtímamanna hans, feðganna og biskupanna Odds Einarssonar og Gísla Oddssonar, er ljóst að raunveruleikaskyn þeirra var ekki mjög frábrugðið því sem er hjá Jóni lærða.

Guðmundur sonur Jóns lærða var aðstoðarprestur á Hjaltastað og í kirkjuna þar smíðaði Jón lærði altaristöflu og fleira, sem var til fram á 19. öld. Brynjólfur styrkti Jón fyrir ritstörf sín og seinast gat biskup Jóns í bréfi til Ole Worms 24. júlí 1649. Hann taldi þar upp rúnafróða menn í þessari röð: Arngrímur lærði væri látinn, síðan er Jón Guðmundsson nefndur og loks Björn á Skarðsá sagður orðinn blindur. Um þetta leyti eignaðist Jón lærði son með Ingibjörgu Björnsdóttur og fann Már Jónsson nafn konunnar í sakeyrisreikningum sýslumanna fyrir reikningsárið 1650-1651. Samkvæmt reikningnum er svo að sjá að kona Jóns hafi verið á lífi, því að þetta var hórdómsbrot.1 Barnið var sonur, sem óx upp og var kallaður Jón litli lærði. Hann var í þjónustu höfðingja á Austurlandi, en Brynjólfur biskup kallaði hann síðar „óskilason Jóns lærða“.

Rétt er að ljúka þessu með því að birta 4 og 5. erindi úr niðurlagi Fjölmóðar ævikvæðis Jóns lærða, sem kallað er „Restans eða rófan.“ Erindin eru sígild:
En þeim heimlegum

í háskólum

nauðgað er einatt

til náms og bókar;

oft gengur misjafnt

um mennt og fræði,

verða sundurþykkjur

sumra á millum.

Vaxa því þrætur

víða í löndum,

sitt þykir hverjum

svo má fara,

skammta sér sjálfir

skilning annan,

kalla þó gullöld

grand einingar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Neðanmálsgrein:

1 Um Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Andmælaræður Anthony Faulkes og Más Jónssonar við doktorsvörn Einars G. Péturssonar 13.6. 1998. II. Ræða Más Jónssonar. Gripla. 11 (2000). s. 295....