Á vinstri myndinni má sjá lærlegg úr dýrum. Talið frá vinstri: æðarfugl, viku gamalt lamb, hundur, folald, ungur grís, hestur og naut. Á hægri myndinni má sjá lærlegg manns.
Á vinstri myndinni má sjá upphandleggsbein úr fuglum, lengst til vinstri úr æðarfugli, svo grágæs og loks svani, en annar endinn á því hefur verið nagaður af hundi. Á hægri myndinni má svo sjá upphandleggsbein úr manni. Skalinn, sem er 10 cm, á einungis við um vinstri myndina.
Til vinstri má sá jaxl úr svíni, skalinn þar er 3 cm. Til hægri má sjá tennur úr manni.