Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1204 svör fundust
Hversu margir deyja árlega af völdum krókódíla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Við erum 3 ungmenni (fædd ´86) úr Kvennaskólanum í Reykjavík og vonumst til þess að geta fengið svar við einni spurningu um krókódíla fyrir kl 8:10 á föstudag, ef það er mögulega hægt? Við erum að flytja fyrirlestur um krókódíla og okkur vantar nauðsynlega að vita hversu mar...
Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Geta börn sem missa foreldri glatað arfshluta sínum vegna fyrningar? Geta svona mál bara fyrnst?Einfalda svarið hér er nei. Hins vegar geta erfðamál verið óhemju snúin og oft spinnast deilur vegna þeirra. Börn eru skylduerfingjar og ef maður á börn má hann ekki ráðstafa ...
Hver er refsirammi afbrota gegn börnum hér á landi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver er refsirammi afbrota gegn börnum hér á landi? Hvað eru afbrotamenn oftast dæmdir til að sitja lengi inni?Það á við um flest refsiákvæði að þau gilda jafnt gagnvart öllum, því er refsirammi afbrota gegn börnum langoftast hinn sami og refsirammi brota gegn fullorðnum. E...
Hafa leðurblökur sjón?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hér eru vangaveltur og veðmál í bekknum sem ég er að kenna um það hvort leðurblökur hafi sjón. Þannig að við spyrjum: Hafa leðurblökur sjón? Til er enskt orðatiltæki sem oft er notað um þá sem taka ekki eftir hlutunum. Þá er sagt um viðkomandi að hann sé 'blind as a bat...
Hver er munurinn á hagfræði og viðskiptafræði?
Hagfræði má skilgreina á ýmsa vegu. Algengast er væntanlega að lýsa henni sem þeirri fræðigrein sem fjallar um hvernig takmarkaðir framleiðsluþættir eru nýttir til að framleiða vörur og þjónustu til að mæta þörfum og óskum manna. Með framleiðsluþáttum er hér átt við allt sem nýtt er í slíkri starfsemi, svo sem vin...
Af hverju getur maður ekki fæðst með bleikt eða grænt hár til dæmis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Af hverju er bara brúnn, svartur og ljós og svoleiðis litir í hárinu á manneskjum, af hverju fæðist maður ekki með bleikt eða grænt hár til dæmis? Á þessu er ekki endilega nein ein einföld skýring. Einkum sýnist okkur þó að tvö atriði komi við sögu: Annars vegar litarefni...
Er til lítil pöndutegund sem hægt er að flytja til Íslands?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Er möguleiki að flytja til Íslands pandahún sem verður alltaf lítill, sem sagt verður ekkert allt of stór? Er til pöndutegund sem verður alla sína ævi lítil? Tvær dýrategundir eru nefndar pöndur í daglegu máli í íslensku og reyndar einnig á enskri tungu. Þetta er þó ekki fl...
Hvers vegna sofna sjúklingar við svæfingu?
Við innleiðslu svæfinga á fullorðnum og eldri börnum, eru yfirleitt notuð svæfingalyf, sem gefin eru í æð. Nú er lyfið propofol mest notað. Það virkar hratt, eða byrjar að verka eftir þann tíma, sem tekur lyfið að berast frá indælingarstað (venjulega bláæð á handlegg) til heilans. Hámarksverkun eftir einn innleiðs...
Er hægt að deyja úr hita?
Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...
Hvað segja vísindin um svonefnt þyrnirósarheilkenni?
Kleine-Levin-heilkenni (e. Kleine-Levin syndrome), einnig þekkt sem þyrnirósarheilkenni, er ein tegund lotubundinnar svefnröskunar. Heilkennið er mjög sjaldgæft og hrjáir helst unglinga og þá fremur stráka en stelpur, en 70% þeirra sem hafa heilkennið eru karlkyns. Heilkennið einkennist af endurteknum en afturk...
Af hverju er Marsjeppinn kallaður Curiosity?
Könnunarjeppanum Curiosity, einnig þekktur sem Mars Science Laboratory (MSL), var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst...
Er hægt að virkja sjávarföll í Hornafjarðarósi?
Mismunandi aðferðir eru notaðar við virkjun sjávarfalla. Gróflega má flokka sjávarfallavirkjanir í tvo flokka, virkjanir sem nýta fallhæð og virkjanir sem nýta straumhraða. Meira má lesa um þessar tegundir virkjana í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir? Einn af ú...
Er til alíslenskt orð yfir tennis?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er. Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og...
Hvað merkir sögnin að knega?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað merkir sögnin að knega og hvenær hætti fólk að nota hana? Sögnin að *knega í merkingunni ‘geta, kunna’ virðist ekki koma fyrir í nafnhætti til forna, að minnsta kosti af þeim dæmum að ráða sem birt eru í Ordbog over det norrøne prosasprog. Þau eru sárafá og flest úr la...
Hvaðan er orðið 'oðra' komið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Erum hér að ræða um málningu í kirkju þar sem Eygló málari er að oðra spjöld og bekki. Við þekkjum orðið en finnum ekki í orðabókum né á ÍSLEX. Hvernig er orðið myndað og hvaðan er það komið? Úr dönsku? Finn þó ekki 'odre' eða 'odring'. Sögnin að oðra er tökuorð úr dönsku å...