Er til alíslenskt orð yfir tennis? Það er ekki tökuorð eins og tennis er.Mér er ekki kunnugt um að reynt hafi verið að finna íslenskt heiti fyrir tennis. Orðið er væntanlega tökuorð beint úr ensku. Eldra heiti er lawn-tennis (af lawn „flöt“, það er vallartennis) og í elstu íslensku heimildum um íþróttina kemur það heiti alloft fyrir, samanber eftirfarandi dæmi úr Vísi, 18. júní 1914, bls. 4, í frétt um mót UMFÍ:
síðast en ekki síst, verður sýnt Lawn Tennis, sem er fagur leikur, en hefur aldrei sjest hjer á leikmóti fyrr.Orðið tennis er aftur á móti komið úr frönsku. Í hinni frönsku útgáfu leiksins kallaði sá sem upp gaf tenez sem er boðháttur af sögninni tenir „halda“. Þetta var eins konar kallorð eða hróp í leiknum.

Orðið tennis en væntanlega tökuorð beint úr ensku en er upprunalega komið úr frönsku. Í hinni frönsku útgáfu leiksins kallaði sá sem upp gaf tenez sem er boðháttur af sögninni tenir „halda“.