Líkamshiti yfir 41°C er talinn skaðlegur og hiti yfir 43°C veldur yfirleitt hitaslagi og dauða. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað er sólstingur? er fjallað um hitaslag og þar segir meðal annars að orsökin geti til dæmis verið:
sterkt sólskin eða hár lofthiti. Þá verður truflun í kælikerfi líkamans sem nær ekki að kæla sig með því að svitna. Húðin er því oftast heit og þurr og við svitnum ekki lengur. Í sumum tilvikum getur húðin þó virst nokkuð svöl vegna þess að æðar rétt undir húðinni dragast saman og of heitt blóð líkamans berst ekki til yfirborðsins. Afleiðingin er hækkandi líkamshiti sem hefur í för með sér að heilafrumur deyja en það getur leitt til krampa, meðvitundarleysis og jafnvel dauða.Lesendur eru hvattir til að kynna sér svar Þuríðar í heild sinni og einnig önnur svör á Vísindavefnum um líkamshita sem sum voru höfð til hiðsjónar við gerð þessa svars:
- Hver er eðlilegur líkamshiti manns?
- Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?
- Hvers vegna svitnar maður?
- Af hverju er manni stundum kalt þegar maður er með hita?
- Hvers vegna skelfur maður af kulda?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.