Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1004 svör fundust
Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?
Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru...
Hvað ræður því að jarðskjálftar á Íslandi verða ekki eins stórir og sums staðar í útlöndum?
Stærstu jarðskjálftar á Íslandi sem mælst hafa eru skjálfti undan norðurströndinni 1910, skjálfti á Rangárvöllum 1912, og skjálfti sem varð fyrir mynni Skagafjarðar árið 1963. Allir mældust þeir 7 stig að stærð. Nýlegri skjálftar hafa mælst nokkru minni, til dæmis voru skjálftarnir 17. og 21. júní 2000 af stærðin...
Hvaðan kemur orðið Strjúgsárdalur?
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna eftirfarandi umfjöllun um orðið Strjúgur, og á hún einnig við um það örnefni sem hér er spurt um. Strjúgsstaðir heitir bær í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. "Upp undan bænum er Strjúgsskarðið. Eftir því rennur lækur, sem kallaður er Strjúgsá." Ö...
Hvenær tóku Íslendingar fyrst þátt á Ólympíuleikunum?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvernig hefur þátttaka Íslendinga verið á Ólympíuleikunum? Á vef ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) er að finna lista yfir íslenska keppendur á sumarólympíuleikum frá upphafi. Íslendingur tók fyrst þátt á sumarólympíuleikum árið 1908 þegar Jóhannes Jósefsson keppti í grí...
Hvað er glópagull og hvernig verður það til?
Glópagull hefur verið notað um steindina járnkís, FeS2, vegna þess að það „glóir eins og gull.“ Á íslensku eru önnur nöfn steindarinnar brennisteinskís (þ. Schwefelkies) og pýrít (e. pyrite). Nafnið pýrít er úr grísku, πυριτησ – pyritis, eldsteinn – sem vísar til þess að neisti v...
Þyngist maður við það að byrja á pillunni?
Margar konur telja að þær þyngist þegar þær hefja notkun getnaðarvarnarpillu en nýleg rannsókn bendir til að svo sé ekki. Sumar konur forðast jafnvel að nota getnaðarvarnarpillu eingöngu vegna hræðslu um að þær þyngist við það. Yfirleitt má þó rekja þyngdaraukningu til breytinga á lífsstíl samfara pillunotkuninni....
Hvað hefur vísindamaðurinn Anton Karl Ingason rannsakað?
Anton Karl Ingason hefur gegnt stöðu lektors í íslenskri málfræði og máltækni við Háskóla Íslands frá árinu 2017 og er hann jafnframt sá fyrsti sem gegnir slíkri stöðu við íslenskan háskóla. Rannsóknarsvið hans spannar yfir setningafræði, orðhlutafræði, félagsmálfræði og máltækni. Undanafarinn áratug hefur Anton u...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigrún Helga Lund rannsakað?
Sigrún Helga Lund er dósent í líftölfræði við læknadeild Háskóla Íslands og tölfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsóknir Sigrúnar miða fyrst og fremst að því að nota upplýsingar úr lýðgrunduðum gagnasöfnum til að skilja eðli og umfang sjúkdóma og annarra heilsutengdra viðfangsefna. Hér á landi eru skrá...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?
Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni. Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt á...
Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?
Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlis...
Hversu mikið hefur koltvísýringur í kringum jörðina aukist undanfarin 20 ár?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Við fengum þessa spurningu, Hvað er mikið af koltvísýringi í loftinu?, og því ákvað ég að kíkja á Vísindavefinn. Sá þá svar við þessari spurningu Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina? Þarna eru tölur fyrir árið 2000. Ég velti fyrir mér hvort hægt sé að uppf...
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?
Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli. Ítarlegar upplýsingar um möguleikana má finna í nýlegri skýrslu sem tekin var saman 2023 á Veðurstofu Íslands. Í skýrslunni er hætta á Reykjane...
Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?
Upphaflega spurningin var þessi:Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig e...
Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?
Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...
Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?
Hér mun átt við myndina Sleep eða Svefn eftir pop-listamanninn Andy Warhol. Ári síðar gerði Warhol myndina Empire sem er í svipuðum dúr. Það er 8 tíma kvikmynd af Empire State byggingunni. Um þá mynd sagði Warhol: "Ég hef gaman af leiðindum." Á árunum 1963-68 framleiddi Warhol tæplega 650 myndir. Flestar mynd...